Innherji

Hvetja aðildar­ríki til að bjóða sparnaðar­leiðir með skatta­legum hvötum

Hörður Ægisson skrifar
Þrátt fyrir aukna þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði frá árinu 2020, sem hélst í hendur við stór útboð hjá meðal annars Icelandair, Síldarvinnslunni og Íslandsbanka, þá er fjöldinn hlutfallslega fremur lítill í samanburði önnur nágrannaríki.
Þrátt fyrir aukna þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði frá árinu 2020, sem hélst í hendur við stór útboð hjá meðal annars Icelandair, Síldarvinnslunni og Íslandsbanka, þá er fjöldinn hlutfallslega fremur lítill í samanburði önnur nágrannaríki.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að innleiða svonefnda sparnaðar- og fjárfestingarreikninga, sem hefur meðal annars verið gert í Svíþjóð með góðum árangri, sem myndu njóta skattalegs hagræðis í því skyni að ýta undir fjárfestingu og hagvöxt í álfunni. Hér á landi er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði með minna móti og engir skattalegir hvatar til að ýta undir kaup í skráðum félögum.


Tengdar fréttir

Lítil lækkun á inn­lánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „veru­lega á óvart“

Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.

Metþát­taka al­mennings í út­boði Ís­lands­banka lyftir upp öllum markaðinum

Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×