Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. október 2025 08:00 Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar. Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa þegar hafið víðtæka uppbyggingu og stefna að því að vera leiðandi á þessu sviði. Ísland stendur nú á tímamótum og við höfum tækifæri til að taka virkan þátt í gervigreindarbyltingunni á eigin forsendum, en aðeins ef við erum snör í snúningum. Gervigreind hefur þegar breytt heiminum; hún hefur til dæmis bylt rannsóknum á áhrifum lyfja á líkamann, stuðlað að þróun nýrra aðferða við að lækna sjúkdóma, bætt veðurspár og loftslagsrannsóknir og aðstoðað við þróun nýrra námsaðferða. Hún stóreykur framleiðni í samfélaginu og opnar ný tækifæri til atvinnusköpunar. Aukin raforkuþörf Þessi bylting kallar þó á gríðarlega aukningu í gagnavinnslu og þar með framboði raforku. Sérfræðingar telja að umsvif gagnavera muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir lok áratugarins og að aukin orkuþörf þeirra vegna gervigreindar á heimsvísu verði þá á við 25-falda framleiðslugetu íslenska raforkukerfisins. Nú eru málmvinnslur ekki lengur stærsti kaupandi raforku í heiminum og helstu tæknifyrirtæki veraldar keppast um að gera langtímaraforkusamninga; fyrirtæki á borð við Amazon, Alphabet (Google), Microsoft og Meta. Á Íslandi starfa þrjú alþjóðleg gagnaver; Verne Global, Borealis og atNorth. Þau nýta um 3% af allri raforkuvinnslu hérlendis og skapa beint um 120 störf, en allt að 900 þegar óbeinu störfin eru talin með. Bein innlend fjárfesting í greininni nam yfir 40 milljörðum króna árið 2024 og tekjur um 22 milljörðum. Íslensk gagnaver henta vel fyrir gervigreindarverkefni sem krefjast útreikninga sem ekki eru sérstaklega tímaháðir, fyrir hefðbundnari skýjaþjónustu og rekstur ofurtölva. Margvísleg jákvæð áhrif af starfsemi gagnavera Að mati rekstraraðila gagnavera hér á landi myndi það bæta stöðu Íslands í samkeppninni hvað mest ef hér væri til meira af fyrirsjáanlegri og sveigjanlegri grænni raforku. Gagnaver geta starfað á fleiri stöðum en hefðbundinn iðnaður. Varan er seld sem ljós á sekúndubroti í gegnum gagnatengingar hvert sem er í heiminum og þarf því hvorki hafnir né flutningsleiðir. Jákvæð áhrif gagnavera á nærsamfélagið eru mikil; við uppbyggingu og rekstur skapast fjölmörg störf, oft sérhæfð, og þau styrkja þjónustugreinar á viðkomandi svæðum. Sem dæmi má nefna að um 25-30 starfsmenn starfa beint hjá atNorth á Akureyri, auk þess sem 100-150 manns vinna við byggingu gagnaversins. Þessi sérhæfða þekking styður við áframhaldandi nýsköpun og rannsóknir og eflir því verðmætasköpun til lengri tíma. Uppbygging gagnavera getur myndað nýja stoð fyrir hagkerfið sem felur í sér aukna áhættudreifingu, auk þess að stafrænir innviðir og gagnasjálfstæði landsins styrkjast. Ísland hefur alla burði til að verða alvöru keppinautur í baráttunni um starfsemi gagnavera. Hér er orkan græn, raforkukerfið traust, loftslagið kalt, fjarskiptainnviðirnir öflugir, vinnuaflið menntað og síðast en ekki síst er hér boðið upp á langtímaraforkusamninga. Samstillt átak nauðsynlegt En gagnaversiðnaðurinn hreyfir sig hratt og til þess að við verðum raunhæfur kostur þarf samstillt átak stjórnvalda, orkufyrirtækja og sveitarfélaga til að tryggja næga orkuöflun, gera leyfisveitingaferlið einfaldara og skilvirkara og tryggja sterka stoðþjónustu. Ríkisstjórnin steig nýlega afar jákvætt skref þegar sett var á fót ný staða verkefnastjóra stórfjárfestinga, sem vonandi samræmir starf ráðuneyta þegar tekin er afstaða til einstakra verkefna. Við getum ýmislegt lært af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum í þessum efnum. Finnar hafa til að mynda náð frábærum árangri í því að laða til sín gagnaver með markvissri markaðssetningu, styrkingu innviða og umgjarðar, einföldun leyfisferla og uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Nú er rétti tíminn til að móta okkar eigin framtíð. Orkufyrirtækin, stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og búa til sem besta umgjörð, svo gervigreindin verði alvöru tækifæri fyrir Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum örra tæknibreytinga, þar sem gervigreind er orðin lykilþáttur í þróun samfélags og atvinnulífs um allan heim. Fyrirtæki og þjóðir keppast við að þjálfa líkön, bæta reiknigetu og skapa sér forskot í kapphlaupinu um nýtingu gervigreindar. Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa þegar hafið víðtæka uppbyggingu og stefna að því að vera leiðandi á þessu sviði. Ísland stendur nú á tímamótum og við höfum tækifæri til að taka virkan þátt í gervigreindarbyltingunni á eigin forsendum, en aðeins ef við erum snör í snúningum. Gervigreind hefur þegar breytt heiminum; hún hefur til dæmis bylt rannsóknum á áhrifum lyfja á líkamann, stuðlað að þróun nýrra aðferða við að lækna sjúkdóma, bætt veðurspár og loftslagsrannsóknir og aðstoðað við þróun nýrra námsaðferða. Hún stóreykur framleiðni í samfélaginu og opnar ný tækifæri til atvinnusköpunar. Aukin raforkuþörf Þessi bylting kallar þó á gríðarlega aukningu í gagnavinnslu og þar með framboði raforku. Sérfræðingar telja að umsvif gagnavera muni tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir lok áratugarins og að aukin orkuþörf þeirra vegna gervigreindar á heimsvísu verði þá á við 25-falda framleiðslugetu íslenska raforkukerfisins. Nú eru málmvinnslur ekki lengur stærsti kaupandi raforku í heiminum og helstu tæknifyrirtæki veraldar keppast um að gera langtímaraforkusamninga; fyrirtæki á borð við Amazon, Alphabet (Google), Microsoft og Meta. Á Íslandi starfa þrjú alþjóðleg gagnaver; Verne Global, Borealis og atNorth. Þau nýta um 3% af allri raforkuvinnslu hérlendis og skapa beint um 120 störf, en allt að 900 þegar óbeinu störfin eru talin með. Bein innlend fjárfesting í greininni nam yfir 40 milljörðum króna árið 2024 og tekjur um 22 milljörðum. Íslensk gagnaver henta vel fyrir gervigreindarverkefni sem krefjast útreikninga sem ekki eru sérstaklega tímaháðir, fyrir hefðbundnari skýjaþjónustu og rekstur ofurtölva. Margvísleg jákvæð áhrif af starfsemi gagnavera Að mati rekstraraðila gagnavera hér á landi myndi það bæta stöðu Íslands í samkeppninni hvað mest ef hér væri til meira af fyrirsjáanlegri og sveigjanlegri grænni raforku. Gagnaver geta starfað á fleiri stöðum en hefðbundinn iðnaður. Varan er seld sem ljós á sekúndubroti í gegnum gagnatengingar hvert sem er í heiminum og þarf því hvorki hafnir né flutningsleiðir. Jákvæð áhrif gagnavera á nærsamfélagið eru mikil; við uppbyggingu og rekstur skapast fjölmörg störf, oft sérhæfð, og þau styrkja þjónustugreinar á viðkomandi svæðum. Sem dæmi má nefna að um 25-30 starfsmenn starfa beint hjá atNorth á Akureyri, auk þess sem 100-150 manns vinna við byggingu gagnaversins. Þessi sérhæfða þekking styður við áframhaldandi nýsköpun og rannsóknir og eflir því verðmætasköpun til lengri tíma. Uppbygging gagnavera getur myndað nýja stoð fyrir hagkerfið sem felur í sér aukna áhættudreifingu, auk þess að stafrænir innviðir og gagnasjálfstæði landsins styrkjast. Ísland hefur alla burði til að verða alvöru keppinautur í baráttunni um starfsemi gagnavera. Hér er orkan græn, raforkukerfið traust, loftslagið kalt, fjarskiptainnviðirnir öflugir, vinnuaflið menntað og síðast en ekki síst er hér boðið upp á langtímaraforkusamninga. Samstillt átak nauðsynlegt En gagnaversiðnaðurinn hreyfir sig hratt og til þess að við verðum raunhæfur kostur þarf samstillt átak stjórnvalda, orkufyrirtækja og sveitarfélaga til að tryggja næga orkuöflun, gera leyfisveitingaferlið einfaldara og skilvirkara og tryggja sterka stoðþjónustu. Ríkisstjórnin steig nýlega afar jákvætt skref þegar sett var á fót ný staða verkefnastjóra stórfjárfestinga, sem vonandi samræmir starf ráðuneyta þegar tekin er afstaða til einstakra verkefna. Við getum ýmislegt lært af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum í þessum efnum. Finnar hafa til að mynda náð frábærum árangri í því að laða til sín gagnaver með markvissri markaðssetningu, styrkingu innviða og umgjarðar, einföldun leyfisferla og uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. Nú er rétti tíminn til að móta okkar eigin framtíð. Orkufyrirtækin, stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman og búa til sem besta umgjörð, svo gervigreindin verði alvöru tækifæri fyrir Ísland. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun