Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2025 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fyrir utan leikskóla í morgun. Vísir/Anton Brink Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“ Leikskólar Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti í byrjun október miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Efling hefur ýtt úr vör könnun meðal starfsfólks leikskóla vegna breytinganna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar heimsótti leikskóla í morgun, hún segir mikilvægt að starfsfólk taki þátt. „Þannig að Reykjavíkurborg og aðrir fái að heyra með skýrum hætti hver afstaða starfsfólks leikskólanna er til breytinganna sem kynntar hafa verið á hinu svokallaða leikskólamódeli.“ Sólveg segist núverandi ástand óboðlegt, breytingarnar séu til bóta fyrir bæði starfsfólk og annað félagsfólk Eflingar sem Sólveg segir núverandi fámennismódel hafa bitnað hvað verst á. „Svo lengi sem Reykjavíkurborg tekur tillit til tekna Eflingarfólks og tryggir að tekjuviðmiðin og tekjuafslættirnir séu þannig að það sé verið að mæta verkafólki, þá held ég að fólk muni geta aðlagað sig að þessu kerfi með frekar einföldum hætti.“ Reynt sé að taka tillit til verka- og láglaunafólks með þeim tekjuviðmiðum sem lagt sé upp með. Lélegt kerfi hafi bitnað á starfsfólki, þar sem meirihluti er kvenkyns. Formaður BSRB og forseti ASÍ hafa sagt hugmyndirnar reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. „Ég hef undrað mig mjög á málflutningi VR, BSRB og Alþýðusambandsins þar sem það virðist í þeirra huga vera hlutverk láglaunakvennanna sem starfa á leikskólunum að axla ábyrgð á því að hér sé hægt að innleiða kynjajafnrétti að fullu. Það hlýtur auðvitað að vera á ábyrgð fjölskyldna, feðra og einstaklinga að taka sinn þátt í því að skiptingin sé jöfn á milli karla og kvenna.“
Leikskólar Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira