„Það er allt svart þarna inni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 12:11 vísir/Sigurður Örn Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga.
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira