„Það er allt svart þarna inni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 12:11 vísir/Sigurður Örn Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga.
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira