Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 15. október 2025 10:17 Af hverju talar enginn? Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Háskólinn kennir okkur að hugsa sjálfstætt, að spyrja spurninga, að rannsaka, að upplýsa, að fara inn í myrkrið með ljós í höndunum. En samt — þegar við horfum í kringum okkur — er þar oft meira myrkur en ljós. Ekki vegna skorts á þekkingu, heldur vegna þagnar. Þögnin er nýtt form af kurteisi. Hún er búningur virðingar, en undir henni býr ótti. Ótti við að segja eitthvað vitlaust, að hljóma óviturlega, að verða dreginn í efa, að missa tilverurétt í samfélagi sem segist elska gagnrýna hugsun — en umbunar samhljómi. Við tölum um fjölbreytni hugsana, en aðeins svo lengi sem hún hljómar innan viðurkenndra tóna. Við tölum um frjálsa umræðu, en hún þarf að vera fagleg, má ekki verða of tilfinningaleg, má ekki hrista róteindina í kerfinu. Þannig verða fræðin að trú — og kennararnir að prestum. Nemendur læra að skrifa rétt, en ekki endilega að hugsa djúpt. Við tölum í hugtökum, en týnum lífinu sem hugtökin voru einu sinni til að lýsa. Kannski er það mesta hræsni nútíma fræðasamfélagsins: að tala endalaust um gagnrýna hugsun — á meðan allir eru hræddir við að hugsa gagnrýnið. Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann. Og reið. Ég hélt lengi að það væri vegna þess að mér hafði verið sagt ég væri manneskja sem gæti ekki lært. En það var ekki ástæðan. Það var eitthvað annað — eitthvað sem ég fann, en gat ekki nefnt. Ég fann það í loftinu milli orða, í formlegum brosum, í varkárum spurningum sem máttu ekki vera of hráar, of lifandi, of manneskjulegar. Ég fann það þegar ég opnaði munninn og orð mín birtust eins og þau væru á röngum stað. Ekki af því að þau væru röng, heldur af því að þau voru ekki sniðin að tungunni sem átti heima þar. Það sem ég fann var vald. Ekki vald í beinni merkingu —heldur vald sem loðir við menningu, við þögnina, við formin sem segja: „Svona á þetta að hljóma.“ Það sem ég fann var ekki skólinn sjálfur, heldur það ósagða sem hann stendur á. Fólkið í fræðunum Og sorglegast af öllu er að fólk innan fræðasamfélagsins lifirsjálft í sársauka. Það þráir að tilheyra, að finna samhug, að tala frá hjartanu — en getur það ekki, því það veit að það talar inn í þögn. Með varkárni. Með óbeinni leiðréttingu í nafni fagmennsku. Þannig sitja margir við skrifborðin sín, í rými gagnrýnnar hugsunar, með hugann fullan af vangaveltum sem þeir þora ekki að segja frá upphátt. Ekki vegna þess að þeir séu huglausir, heldur vegna þess að menningin sjálf hefur kennt þeim að þögn sé öruggari en áhætta. Þannig varð varkárnin að siðferðisdygð, og forvitnin að áhættuhegðun. Þegar ég fór að skilja Þessi hræðsla mín var ekki veikleiki. Hún var skynjun. Reiðimín var ekki mótþrói. Hún var innsæi. Ég fann ósýnilegt vald sem temur tunguna, mýkir röddina, fléttar forvitni í rétt form. En ég veit núna að það er ekki ég sem þarf að laga mig að þessu kerfi — það er kerfið sem þarf að muna af hverju það er. Fræðin eiga ekki að verja sig fyrir lífi. Þau eiga að þjónusta það. Þegar þögnin brestur Vonin byrjar ekki með stefnuskrá. Hún byrjar þegar einhver þorir að segja eitthvað sem hreyfir við loftinu. Kannski er það lítið. Eitt orð sem ekki fellur að forminu. Eitt augnablik þegar kennari hlustar ekki til að meta, heldur til að skilja. Þegar einhver segir: „Ég er ekki viss, en ég finn þetta svona,“ og fær að halda áfram — án þess að það sé leiðrétt. Þegar það gerist, færist eitthvað lítið, en raunverulegt. Þá brestur þögnin. Ekki með hávaða, heldur með andardrætti. Og kannski er það nóg. Að einhvers staðar inni í þessum veggjum byrji fólk að tala aftur, ekki til að hafa rétt fyrir sér — heldur til að lifa. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju talar enginn? Af hverju erum við öll svona varkár, eins og við göngum á eggjaskurnum, gætum þess að rekast ekki í eitthvað ósýnilegt — orð, skoðun, viðhorf sem gæti meitt einhvern? Háskólinn kennir okkur að hugsa sjálfstætt, að spyrja spurninga, að rannsaka, að upplýsa, að fara inn í myrkrið með ljós í höndunum. En samt — þegar við horfum í kringum okkur — er þar oft meira myrkur en ljós. Ekki vegna skorts á þekkingu, heldur vegna þagnar. Þögnin er nýtt form af kurteisi. Hún er búningur virðingar, en undir henni býr ótti. Ótti við að segja eitthvað vitlaust, að hljóma óviturlega, að verða dreginn í efa, að missa tilverurétt í samfélagi sem segist elska gagnrýna hugsun — en umbunar samhljómi. Við tölum um fjölbreytni hugsana, en aðeins svo lengi sem hún hljómar innan viðurkenndra tóna. Við tölum um frjálsa umræðu, en hún þarf að vera fagleg, má ekki verða of tilfinningaleg, má ekki hrista róteindina í kerfinu. Þannig verða fræðin að trú — og kennararnir að prestum. Nemendur læra að skrifa rétt, en ekki endilega að hugsa djúpt. Við tölum í hugtökum, en týnum lífinu sem hugtökin voru einu sinni til að lýsa. Kannski er það mesta hræsni nútíma fræðasamfélagsins: að tala endalaust um gagnrýna hugsun — á meðan allir eru hræddir við að hugsa gagnrýnið. Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann Ég hef alltaf verið hrædd við háskólann. Og reið. Ég hélt lengi að það væri vegna þess að mér hafði verið sagt ég væri manneskja sem gæti ekki lært. En það var ekki ástæðan. Það var eitthvað annað — eitthvað sem ég fann, en gat ekki nefnt. Ég fann það í loftinu milli orða, í formlegum brosum, í varkárum spurningum sem máttu ekki vera of hráar, of lifandi, of manneskjulegar. Ég fann það þegar ég opnaði munninn og orð mín birtust eins og þau væru á röngum stað. Ekki af því að þau væru röng, heldur af því að þau voru ekki sniðin að tungunni sem átti heima þar. Það sem ég fann var vald. Ekki vald í beinni merkingu —heldur vald sem loðir við menningu, við þögnina, við formin sem segja: „Svona á þetta að hljóma.“ Það sem ég fann var ekki skólinn sjálfur, heldur það ósagða sem hann stendur á. Fólkið í fræðunum Og sorglegast af öllu er að fólk innan fræðasamfélagsins lifirsjálft í sársauka. Það þráir að tilheyra, að finna samhug, að tala frá hjartanu — en getur það ekki, því það veit að það talar inn í þögn. Með varkárni. Með óbeinni leiðréttingu í nafni fagmennsku. Þannig sitja margir við skrifborðin sín, í rými gagnrýnnar hugsunar, með hugann fullan af vangaveltum sem þeir þora ekki að segja frá upphátt. Ekki vegna þess að þeir séu huglausir, heldur vegna þess að menningin sjálf hefur kennt þeim að þögn sé öruggari en áhætta. Þannig varð varkárnin að siðferðisdygð, og forvitnin að áhættuhegðun. Þegar ég fór að skilja Þessi hræðsla mín var ekki veikleiki. Hún var skynjun. Reiðimín var ekki mótþrói. Hún var innsæi. Ég fann ósýnilegt vald sem temur tunguna, mýkir röddina, fléttar forvitni í rétt form. En ég veit núna að það er ekki ég sem þarf að laga mig að þessu kerfi — það er kerfið sem þarf að muna af hverju það er. Fræðin eiga ekki að verja sig fyrir lífi. Þau eiga að þjónusta það. Þegar þögnin brestur Vonin byrjar ekki með stefnuskrá. Hún byrjar þegar einhver þorir að segja eitthvað sem hreyfir við loftinu. Kannski er það lítið. Eitt orð sem ekki fellur að forminu. Eitt augnablik þegar kennari hlustar ekki til að meta, heldur til að skilja. Þegar einhver segir: „Ég er ekki viss, en ég finn þetta svona,“ og fær að halda áfram — án þess að það sé leiðrétt. Þegar það gerist, færist eitthvað lítið, en raunverulegt. Þá brestur þögnin. Ekki með hávaða, heldur með andardrætti. Og kannski er það nóg. Að einhvers staðar inni í þessum veggjum byrji fólk að tala aftur, ekki til að hafa rétt fyrir sér — heldur til að lifa. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum náttúruvísindum.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar