Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 07:01 Heimir Hallgrímsson kemur skilaboðum til sinna manna á Aviva-leikvanginum í Dublin í gærkvöld. Getty/David Fitzgerald Heimir Hallgrímsson heldur í vonina um að koma Írum á HM í fótbolta, og ljúka þannig 24 ára bið frá síðasta heimsmeistaramóti Írlands, eftir „ófagran“ 1-0 sigur á Armenum í gærkvöld. Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira