Sport

Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitt­hvað sem Grinda­vík vill ekki“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Khalil Shabbazz náði ekki að heilla þjálfarann eftir 40 stiga leik.
Khalil Shabbazz náði ekki að heilla þjálfarann eftir 40 stiga leik.

Khalil Shabazz gerði 40 stig og gaf sjö stoðsendingar í síðasta leik Grindavíkinga gegn Skagamönnum í Bónus-deild karla.

Leikurinn vannst 116-99 og hefur Grindavík unnið báða leikina í deildinni til þessa.

Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga talaði um það í viðtali eftir leikinn á fimmtudaginn að hann hefði ekki endilega verið nægilega góður í leiknum og hefði stundum tekið sérstakar ákvarðanir.

Málið var rætt í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi á laugardagskvöldið.

„Hann er skorunarmaskína og hann er frábær í því og það er það sem hann var að gera fyrir Njarðvík og þetta er ekki leikstjórnandi. Þetta er ekki maður sem stillir upp, og ekki maður sem stjórnar spili liðsins. Ef menn eru að kvarta yfir leikmanni sínum eftir að hann gerir fjörutíu stig, hvað á greyið maðurinn að gera,“ segir Ómar Sævarsson sérfræðingur Körfuboltakvölds í síðasta þætti og telur hann að Shabbazz klári ekki tímabilið með Grindavík.

Hér að neðan má sjá umræðuna um leikmanninn frá því í síðasta þætti.

Klippa: Ekki allir sáttir eftir 40 stiga leik Shabazz



Fleiri fréttir

Sjá meira


×