„Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. október 2025 10:01 Jóhanna Dalrós er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína,“ segir Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir, ungfrú Vesturland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir. Aldur: 16 ára. Starf eða skóli: Fjölbrautaskóli Breiðholts, á Félagsfræðibraut. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Einlæg, hugrökk og góðhjörtuð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kemur fólki líklega mest á óvart að ég er mjög góð á skautum. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín helsta fyrirmynd er mamma mín. Hún er ótrúlega sterk andlega og hefur gengið í gegnum margt, en samt haldið áfram með kraft og trú á sjálfa sig. Hún hefur kennt mér að gefast aldrei upp. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest í lífinu er einelti. Það hefur hjálpað mér að setja mig í spor annarra. Ég finn til ábyrgðar á að stöðva einelti þegar ég sé það gerast í kringum mig og sýni umhyggju gagnvart öðrum. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana?Oft leið mér andlega illa og ég hugsaði ekki vel um sjálfa mig. Það sem hjálpaði mér að komast í gegnum þessi tímabil var að byrja að elska sjálfa mig og fylgja rútínu, til dæmis að mæta í ræktina, hugsa um húðina mína, kveikja á kerti og skapa kósý stemningu. Ég byrjaði að hugsa með sjálfri mér: „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona? Af hverju ættu aðrir að segja mér hvernig ég á að vera?“ Þá áttaði ég mig á því að þetta var ekki manneskjan sem ég er. Ég fór að hugsa betur um mig, elska sjálfa mig og lifa lífinu eins og ég vil. Hverju ertu stoltust af? Ég er mest stolt af því hversu langt ég hef komst í að vinna í kvíðanum mínum og byggja upp sjálfsöryggi. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Systkini mín og sambandið við fjölskyldu og vini. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég upplifi stress minni ég mig á að það er merki um að mér þykir vænt um það sem ég er að gera. Ég reyni að anda djúpt, hugsa jákvætt og treysta sjálfri mér. Ég elska líka að fá knús frá þeim sem mér þykir vænt um. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Við lifum aðeins einu sinni, svo við eigum að nýta tímann til að lifa lífinu eins og við viljum sjálf. Allt gerist af ástæðu, þannig að við eigum að halda áfram og treysta ferðalaginu. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég man ekki eftir neinu mjög alvarlegu, en einu sinni var ég að kynna verkefni fyrir allan bekkinn og missti tyggjó úr munninum. Það var mjög vandræðalegt – en bara fyndið að hugsa til núna. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get staðið á tám! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er óhrætt við að vera það sjálft og sýnir umhyggju og hlýju. Það er eitthvað sérstakt við manneskju sem lætur aðra finna sig verðmæta. En óheillandi? Virðingarleysi gagnvart öðrum og þegar fólk lætur mann líða lítils virði finnst mér óheillandi. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að geta ekki uppfyllt alla drauma mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég sjálfa mig ferðast um heiminn og kynnast ólíkum menningarheimum. Mér finnst það svo fallegt, því það hjálpar manni að sjá heiminn í öðru ljósi og skilja betur hvernig við erum öll tengd þrátt fyrir mismunandi bakgrunn. Ég vil læra af fólki, finna innblástur í fjölbreytileikanum og taka það með mér inn í mitt eigið líf. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku mjög vel. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem kærasti minn eldar, því hann er ekki bara góður kokkur heldur elskar hann að elda fyrir mig – og mér þykir vænt um það. Hvaða lag tekur þú í karókí?„Girls Just Wanna Have Fun“ – Cyndi Lauper. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Herra Hnetusmjör, Svala frænka og Björgvin Halldórs frændi. Hvort kýst þú að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Fyrir mér eru samskipti svo mikilvæg, því skilaboð geta auðveldlega verið misskilin. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi nota peningana til að hjálpa sem flestum hjálparsamtökum, njóta hluta þeirra og setja resina í sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Frá því að ég var ung hef ég elskað myndina Miss Congeniality og horfði mikið á YouTube pageants í Bandaríkjunum. Þegar ég varð eldri og fór að fylgjast með Ungfrú Ísland varð ég heilluð af öllu sem tengdist keppninni. Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í ferlinu hef ég lært að draumar geta svo sannarlega ræst. Ég var stelpa með stóra drauma en vissi ekki að þetta væri næsta skref í lífi mínu. Ég hef líka lært að innri styrkur er það sem gerir þig að þér sjálfri og hversu dýrmætt það er að eiga gott stelpulið til að leita til hvenær sem er. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Fordómar gagnvart greiningum og einelti. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að mínu mati þarf Ungfrú Ísland Teen fyrst og fremst að vera hún sjálf, hafa sjálfsöryggi og innri styrk. Hún þarf einnig að vera góð við aðra. Hún er ekki bara falleg að utan heldur líka að innan og þarf að geta hvatt aðrar stelpur til að trúa á sjálfa sig. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég tel mig geta ýtt undir sjálfsöryggi annarra stelpna og verið góð fyrirmynd. Það væri mikill heiður að hjálpa ungum stelpum að sjá að þær geta allt sem þær ætla sér og að leyfa engum að stoppa sig. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt. Ég veit að ég mun leggja mig alla fram við að vera besta útgáfan af sjálfri mér og sýna öðrum virðingu. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mín kynslóð er allt of mikið að dæma hvort annað. Og hvernig mætti leysa það? Við eigum að geta horft á alla sem jafningja og sýnt hvor öðru skilning og virðingu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég veit að ég er að taka þátt í þessu ferli til að efla sjálfa mig og ég er stolt af því. Þetta ferli snýst ekki um ytri fegurð heldur innri fegurð. Fólk þarf að fræða sig meira um Ungfrú Ísland, því keppnin stendur fyrir sisterhood og innri fegurð, sem gerir þig fallega að utan líka. Ungfrú Ísland Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir. Aldur: 16 ára. Starf eða skóli: Fjölbrautaskóli Breiðholts, á Félagsfræðibraut. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Einlæg, hugrökk og góðhjörtuð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kemur fólki líklega mest á óvart að ég er mjög góð á skautum. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín helsta fyrirmynd er mamma mín. Hún er ótrúlega sterk andlega og hefur gengið í gegnum margt, en samt haldið áfram með kraft og trú á sjálfa sig. Hún hefur kennt mér að gefast aldrei upp. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest í lífinu er einelti. Það hefur hjálpað mér að setja mig í spor annarra. Ég finn til ábyrgðar á að stöðva einelti þegar ég sé það gerast í kringum mig og sýni umhyggju gagnvart öðrum. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana?Oft leið mér andlega illa og ég hugsaði ekki vel um sjálfa mig. Það sem hjálpaði mér að komast í gegnum þessi tímabil var að byrja að elska sjálfa mig og fylgja rútínu, til dæmis að mæta í ræktina, hugsa um húðina mína, kveikja á kerti og skapa kósý stemningu. Ég byrjaði að hugsa með sjálfri mér: „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona? Af hverju ættu aðrir að segja mér hvernig ég á að vera?“ Þá áttaði ég mig á því að þetta var ekki manneskjan sem ég er. Ég fór að hugsa betur um mig, elska sjálfa mig og lifa lífinu eins og ég vil. Hverju ertu stoltust af? Ég er mest stolt af því hversu langt ég hef komst í að vinna í kvíðanum mínum og byggja upp sjálfsöryggi. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Systkini mín og sambandið við fjölskyldu og vini. Hvernig tekstu á við stress og álag? Þegar ég upplifi stress minni ég mig á að það er merki um að mér þykir vænt um það sem ég er að gera. Ég reyni að anda djúpt, hugsa jákvætt og treysta sjálfri mér. Ég elska líka að fá knús frá þeim sem mér þykir vænt um. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Við lifum aðeins einu sinni, svo við eigum að nýta tímann til að lifa lífinu eins og við viljum sjálf. Allt gerist af ástæðu, þannig að við eigum að halda áfram og treysta ferðalaginu. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég man ekki eftir neinu mjög alvarlegu, en einu sinni var ég að kynna verkefni fyrir allan bekkinn og missti tyggjó úr munninum. Það var mjög vandræðalegt – en bara fyndið að hugsa til núna. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get staðið á tám! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er óhrætt við að vera það sjálft og sýnir umhyggju og hlýju. Það er eitthvað sérstakt við manneskju sem lætur aðra finna sig verðmæta. En óheillandi? Virðingarleysi gagnvart öðrum og þegar fólk lætur mann líða lítils virði finnst mér óheillandi. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að geta ekki uppfyllt alla drauma mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég sjálfa mig ferðast um heiminn og kynnast ólíkum menningarheimum. Mér finnst það svo fallegt, því það hjálpar manni að sjá heiminn í öðru ljósi og skilja betur hvernig við erum öll tengd þrátt fyrir mismunandi bakgrunn. Ég vil læra af fólki, finna innblástur í fjölbreytileikanum og taka það með mér inn í mitt eigið líf. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku mjög vel. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem kærasti minn eldar, því hann er ekki bara góður kokkur heldur elskar hann að elda fyrir mig – og mér þykir vænt um það. Hvaða lag tekur þú í karókí?„Girls Just Wanna Have Fun“ – Cyndi Lauper. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Herra Hnetusmjör, Svala frænka og Björgvin Halldórs frændi. Hvort kýst þú að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs frekar að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Fyrir mér eru samskipti svo mikilvæg, því skilaboð geta auðveldlega verið misskilin. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi nota peningana til að hjálpa sem flestum hjálparsamtökum, njóta hluta þeirra og setja resina í sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Frá því að ég var ung hef ég elskað myndina Miss Congeniality og horfði mikið á YouTube pageants í Bandaríkjunum. Þegar ég varð eldri og fór að fylgjast með Ungfrú Ísland varð ég heilluð af öllu sem tengdist keppninni. Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Í ferlinu hef ég lært að draumar geta svo sannarlega ræst. Ég var stelpa með stóra drauma en vissi ekki að þetta væri næsta skref í lífi mínu. Ég hef líka lært að innri styrkur er það sem gerir þig að þér sjálfri og hversu dýrmætt það er að eiga gott stelpulið til að leita til hvenær sem er. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Fordómar gagnvart greiningum og einelti. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að mínu mati þarf Ungfrú Ísland Teen fyrst og fremst að vera hún sjálf, hafa sjálfsöryggi og innri styrk. Hún þarf einnig að vera góð við aðra. Hún er ekki bara falleg að utan heldur líka að innan og þarf að geta hvatt aðrar stelpur til að trúa á sjálfa sig. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég tel mig geta ýtt undir sjálfsöryggi annarra stelpna og verið góð fyrirmynd. Það væri mikill heiður að hjálpa ungum stelpum að sjá að þær geta allt sem þær ætla sér og að leyfa engum að stoppa sig. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt. Ég veit að ég mun leggja mig alla fram við að vera besta útgáfan af sjálfri mér og sýna öðrum virðingu. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mín kynslóð er allt of mikið að dæma hvort annað. Og hvernig mætti leysa það? Við eigum að geta horft á alla sem jafningja og sýnt hvor öðru skilning og virðingu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég veit að ég er að taka þátt í þessu ferli til að efla sjálfa mig og ég er stolt af því. Þetta ferli snýst ekki um ytri fegurð heldur innri fegurð. Fólk þarf að fræða sig meira um Ungfrú Ísland, því keppnin stendur fyrir sisterhood og innri fegurð, sem gerir þig fallega að utan líka.
Ungfrú Ísland Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira