Sport

Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Bradley Wiggins er einn sigursælasti Ólympíufari Bretlands. Hann vann fimm gull, eitt silfur og þrjú brons á fimm Ólympíuleikum.
Sir Bradley Wiggins er einn sigursælasti Ólympíufari Bretlands. Hann vann fimm gull, eitt silfur og þrjú brons á fimm Ólympíuleikum. getty/Julian Finney

Sir Bradley Wiggins, einn fremsti hjólreiðakappi sögunnar, glímdi við alvarlega eiturlyfjafíkn.

Wiggins varð fyrsti Bretinn til að vinna Tour de France 2012. Hann vann einnig átta verðlaun á Ólympíuleikum auk heimsmeistaratitla.

Sitthvað er gæfa eða gjörvileiki og Wiggins var fastur í klóm fíknarinnar, jafnvel þegar hann var á hátindi ferilsins eins og hann lýsir í samtali við The Times.

„Eitt af stóru augnablikunum frá Ólympíuleikunum í London 2012 var þegar ég sat inni í fataskáp og sniffaði kókaín af gullmedalíunni minni,“ sagði Wiggins.

„Gullverðlaunin, Tour de France ... Allt var dautt fyrir mér. Persónan sem ég hafði verið í París og London var einnig dauð fyrir mér.“

Neysla Wiggins ágerðist eftir að hann hætti að keppa og eyðilagði hjónaband hans. En hann fór í meðferð að áeggjan Lance Armstrong, náins vinar síns, og er edrú í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×