Kyssast og kela en missa svo áhugann Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 12. október 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 25 ára gamalli konu: „Ég og kærastinn minn erum bæði svo vandræðaleg og kunnum ekki að byrja að stunda kynlíf. Við kyssumst og snertumst ókynferðislega en um leið og við viljum gera eitthvað meira, gerist ekki neitt. Þau fáu skipti sem það fer eitthvað lengra endar það fljótt, því vandræðaleikinn tekur yfir og við missum áhugann. Hvað er hægt að gera?” Margt getur flækst fyrir okkur í kynlífi og þið kæra par eru ekki ein þegar það kemur að því að finnast vandræðilegt eða erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Væntingar okkar til kynlífs eru oft mjög litaðar af kvikmyndum og samfélagsmiðlum. Við eigum öll að vera flink í því að daðra, það á að vera mikil ástríða og auðvelt að flæða úr spjalli og yfir í erótík. Kynlöngun á að kvikna án þess að við höfum nokkuð fyrir því. Jááánei, þetta er svo sannarlega ekki svona í alvörunni en því miður byrja mörg okkar smátt að trúa því að það sé eitthvað að okkur ef við eða kynlífið okkar er ekki eftir bókinni. Ég held að flestir tengi við það að hafa átt tímabil sem einkennast af meiri feimni eða óöryggi. Það getur verið þegar sambandið er nýtt, þegar við erum óviss um eigin hrifningu eða hrifningu maka eða jafnvel eftir mörg ár saman þegar kynlíf hefur verið óreglulegt. Það sem skiptir máli er að vandræðalegheit þýða ekki að það sé eitthvað að sambandinu. Frekar en að reyna að hoppa beint inn í þessa kynferðislegu nánd væri gott að gefa ykkur tíma til að byggja upp kynferðislega orku á milli ykkar. En af hverju er stundum svona erfitt að stíga inn í erótíska orku? Við skrifin rifjast allt í einu upp fyrir mér burlesque námskeið sem ég tók þátt í fyrir nokkrum árum hjá Margréti Maack. Í fyrsta tíma áttum við að æfa það að horfa í spegil og setja upp lostafullan svip. Sama hvað ég reyndi var alltaf sama skítaglottið á mér. Sennilega hefur Margrét gefist upp á mér eftir nokkra tíma en það er í góðu lagi, því framtíð mín í burlesque dansi var aldrei að fara að vera björt. Hah! Það er ýmislegt sem getur spilað inn í það af hverju okkur finnst erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Stundum er það upplifuð pressa, stundum er kemistrían á milli fólks þannig að erfiðara er að byggja upp erótíska spennu eða stundum erum við ekki nægilega vel tengd okkur sem kynveru. Kynferðisleg orka og það að eiga auðvelt með að dvelja í henni styrkist með æfingu. Hér eru nokkur skref sem geta verið hjálpleg: Gefið ykkur leyfi til að vera vandræðaleg Þegar við erum að rembast við að vera sexí þá er hættan sú að við förum að ofhugsa hverja hreyfingu. Það er þá sem vandræðaleikinn tekur við. Þessi sjálfsmiðaða athygli og ofhugsun er reyndar algeng í fleiru en kynlífsvanda. Ef þið leyfið ykkur að hlæja, gera mistök og segja jafnvel upphátt að þið finnið fyrir pressu eða upplifið ykkur vandræðaleg, þá oft losnar um spennuna. Hér er lykilatriði að halda svo áfram! Ekki forðast þessar aðstæður heldur leyfið ykkur að halda áfram þó eitthvað sé smá vandró. Prófið að byrja smátt Í stað þess að stefna strax á kynlíf gæti verið góð æfing að dvelja í kynferðislegri orku án þess að það þurfi að leiða eitthvað lengra. Heitir kossar, kynferðisleg snerting eða nudd. Þetta getur verið góð leið til að byggja upp kynferðislega orku án þess að setja pressu á sig. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Leikið ykkur að orkunni Prófið að daðra í gegnum skilaboð yfir daginn, horfa hvort á annað aðeins lengur en vanalega eða segja eitthvað sem ýjar að löngun. Gefið ykkur tíma til að undirbúa stundina ykkar saman. Með því að kveikja á kertum, búa til lagalista eða finna mýksta lakið sem þið eigið. Talið um það Það getur verið hjálplegt að segja hlutina upphátt. Prófið að tala saman um hvað gerist hjá ykkur þegar þið reynið að stunda kynlíf. Hvað fer í gang hjá ykkur? Er það kvíði, óöryggi eða er það óvissa um hvernig á að byrja? Oft minnkar spennan um leið og við nefnum hana. Það er eitthvað við að setja orð á vandræðin sem tekur kraftinn úr þeim. Gangi ykkur vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: 8. október 2025 20:02 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Kannast þú við það að hafa sent maka eða bólfélaga mynd af þér? Stundum eru þetta hversdagslegar sjálfur sem við sendum til að deila augnablikinu. Stundum eru þetta kynferðislegar myndir sem eiga að kveikja á löngun eða kynferðislegum áhuga. Í báðum tilfellum erum við að treysta einhverjum fyrir líkama okkar. 10. september 2025 20:00 Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
„Ég og kærastinn minn erum bæði svo vandræðaleg og kunnum ekki að byrja að stunda kynlíf. Við kyssumst og snertumst ókynferðislega en um leið og við viljum gera eitthvað meira, gerist ekki neitt. Þau fáu skipti sem það fer eitthvað lengra endar það fljótt, því vandræðaleikinn tekur yfir og við missum áhugann. Hvað er hægt að gera?” Margt getur flækst fyrir okkur í kynlífi og þið kæra par eru ekki ein þegar það kemur að því að finnast vandræðilegt eða erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Væntingar okkar til kynlífs eru oft mjög litaðar af kvikmyndum og samfélagsmiðlum. Við eigum öll að vera flink í því að daðra, það á að vera mikil ástríða og auðvelt að flæða úr spjalli og yfir í erótík. Kynlöngun á að kvikna án þess að við höfum nokkuð fyrir því. Jááánei, þetta er svo sannarlega ekki svona í alvörunni en því miður byrja mörg okkar smátt að trúa því að það sé eitthvað að okkur ef við eða kynlífið okkar er ekki eftir bókinni. Ég held að flestir tengi við það að hafa átt tímabil sem einkennast af meiri feimni eða óöryggi. Það getur verið þegar sambandið er nýtt, þegar við erum óviss um eigin hrifningu eða hrifningu maka eða jafnvel eftir mörg ár saman þegar kynlíf hefur verið óreglulegt. Það sem skiptir máli er að vandræðalegheit þýða ekki að það sé eitthvað að sambandinu. Frekar en að reyna að hoppa beint inn í þessa kynferðislegu nánd væri gott að gefa ykkur tíma til að byggja upp kynferðislega orku á milli ykkar. En af hverju er stundum svona erfitt að stíga inn í erótíska orku? Við skrifin rifjast allt í einu upp fyrir mér burlesque námskeið sem ég tók þátt í fyrir nokkrum árum hjá Margréti Maack. Í fyrsta tíma áttum við að æfa það að horfa í spegil og setja upp lostafullan svip. Sama hvað ég reyndi var alltaf sama skítaglottið á mér. Sennilega hefur Margrét gefist upp á mér eftir nokkra tíma en það er í góðu lagi, því framtíð mín í burlesque dansi var aldrei að fara að vera björt. Hah! Það er ýmislegt sem getur spilað inn í það af hverju okkur finnst erfitt að stíga inn í kynferðislega orku. Stundum er það upplifuð pressa, stundum er kemistrían á milli fólks þannig að erfiðara er að byggja upp erótíska spennu eða stundum erum við ekki nægilega vel tengd okkur sem kynveru. Kynferðisleg orka og það að eiga auðvelt með að dvelja í henni styrkist með æfingu. Hér eru nokkur skref sem geta verið hjálpleg: Gefið ykkur leyfi til að vera vandræðaleg Þegar við erum að rembast við að vera sexí þá er hættan sú að við förum að ofhugsa hverja hreyfingu. Það er þá sem vandræðaleikinn tekur við. Þessi sjálfsmiðaða athygli og ofhugsun er reyndar algeng í fleiru en kynlífsvanda. Ef þið leyfið ykkur að hlæja, gera mistök og segja jafnvel upphátt að þið finnið fyrir pressu eða upplifið ykkur vandræðaleg, þá oft losnar um spennuna. Hér er lykilatriði að halda svo áfram! Ekki forðast þessar aðstæður heldur leyfið ykkur að halda áfram þó eitthvað sé smá vandró. Prófið að byrja smátt Í stað þess að stefna strax á kynlíf gæti verið góð æfing að dvelja í kynferðislegri orku án þess að það þurfi að leiða eitthvað lengra. Heitir kossar, kynferðisleg snerting eða nudd. Þetta getur verið góð leið til að byggja upp kynferðislega orku án þess að setja pressu á sig. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Leikið ykkur að orkunni Prófið að daðra í gegnum skilaboð yfir daginn, horfa hvort á annað aðeins lengur en vanalega eða segja eitthvað sem ýjar að löngun. Gefið ykkur tíma til að undirbúa stundina ykkar saman. Með því að kveikja á kertum, búa til lagalista eða finna mýksta lakið sem þið eigið. Talið um það Það getur verið hjálplegt að segja hlutina upphátt. Prófið að tala saman um hvað gerist hjá ykkur þegar þið reynið að stunda kynlíf. Hvað fer í gang hjá ykkur? Er það kvíði, óöryggi eða er það óvissa um hvernig á að byrja? Oft minnkar spennan um leið og við nefnum hana. Það er eitthvað við að setja orð á vandræðin sem tekur kraftinn úr þeim. Gangi ykkur vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: 8. október 2025 20:02 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01 Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Kannast þú við það að hafa sent maka eða bólfélaga mynd af þér? Stundum eru þetta hversdagslegar sjálfur sem við sendum til að deila augnablikinu. Stundum eru þetta kynferðislegar myndir sem eiga að kveikja á löngun eða kynferðislegum áhuga. Í báðum tilfellum erum við að treysta einhverjum fyrir líkama okkar. 10. september 2025 20:00 Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: 8. október 2025 20:02
Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01
Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Spurning barst frá 34 ára karlmanni: 1. október 2025 20:01
Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Kannast þú við það að hafa sent maka eða bólfélaga mynd af þér? Stundum eru þetta hversdagslegar sjálfur sem við sendum til að deila augnablikinu. Stundum eru þetta kynferðislegar myndir sem eiga að kveikja á löngun eða kynferðislegum áhuga. Í báðum tilfellum erum við að treysta einhverjum fyrir líkama okkar. 10. september 2025 20:00