Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2025 12:16 Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn í Mýrdalshreppi um helgina. Helga Þorbergsdóttir Það iðar allt af lífi og fjöri þar sem gleðin er í fyrirrúmi í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram Regnbogahátíð, sem er samfélagshátíð íbúa í Mýrdalshreppi. Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar Mýrdalshreppur Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar
Mýrdalshreppur Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira