Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 12:02 A'ja Wilson fagnar með liðsfélögum sínum í Las Vegas Aces í nótt. Getty/Christian Petersen Las Vegas Aces tryggði sér WNBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt en liðið vann alla fjóra leikina í lokaúrslitunum á móti Phoenix Mercury. Aces vann fjórða leikinn 97-86 og yfirburðirnir voru miklir. Las Vegas Aces liðið vann þar með sinn þriðja WNBA-meistaratitil á fjórum árum. Risastjarna Aces og fjórfaldur verðmætasti leikmaður deildarinnar, A'ja Wilson, leiddi liðið í lokaleiknum með 31 stigi, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 vörðum skotum. Það tryggði henni titilinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún var með 28,5 stig, 11,8 fráköst og 2 varin skot að meðaltali í úrslitunum. „Þú hefur þitt Mount Rushmore, hún er ein á Everest,“ sagði Becky Hammon, þjálfari Aces. „Það er enginn nálægt henni.“ A'ja Wilson var þarna að ná því sem bara Bill Russell hefur náð í sögu NBA og WNBA. Á síðustu fjórum árum hefur hún unnið þrjá meistaratitla og þrisvar sinnum verið kosin verðmætasti leikmaður deildarinnar. Fram að því hafi Russel, mesti sigurvegarinn í sögu NBA, verið sá eini í þessum klúbbi í sögu deildanna tveggja. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba) Fyrstu tvo mánuði tímabilsins náðu leikmenn Aces ekki saman. Þær töpuðu fyrsta leik tímabilsins með fjórtán stiga mun í New York, sveifluðust síðan í kringum fimmtíu prósent vinningshlutfall í júní og júlí og voru með fleiri tapað en sigra allt fram til 25. júlí. Sextán leikja sigurganga undir lok deildarkeppninnar tryggði Aces sér annað sætið í úrslitakeppninni og þær komust í gegnum erfiðar viðureignir í fyrstu umferð og undanúrslitum sem fóru í oddaleik áður en þær sýndu yfirburði í lokaúrslitunum. „Ég elska að vera þjálfari þeirra, ég elska að vera vinur þeirra. Að ýta þeim stundum aðeins meira en þær vilja,“ sagði Hammon, sem tók við sem þjálfari Aces árið 2022 og er með 10-2 árangur í lokaúrslitum WNBA. „Þessi sigur er öðruvísi vegna þess að hann var öðruvísi. Það var líklega mun meira mótlæti en nokkur okkar bjóst við. Við erum öll mannleg og við erum manneskjur sem vildu gera hlutina rétt, og gera þá rétt saman,“ sagði Hammon. View this post on Instagram A post shared by Las Vegas Aces (@lvaces) WNBA NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Aces vann fjórða leikinn 97-86 og yfirburðirnir voru miklir. Las Vegas Aces liðið vann þar með sinn þriðja WNBA-meistaratitil á fjórum árum. Risastjarna Aces og fjórfaldur verðmætasti leikmaður deildarinnar, A'ja Wilson, leiddi liðið í lokaleiknum með 31 stigi, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 vörðum skotum. Það tryggði henni titilinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún var með 28,5 stig, 11,8 fráköst og 2 varin skot að meðaltali í úrslitunum. „Þú hefur þitt Mount Rushmore, hún er ein á Everest,“ sagði Becky Hammon, þjálfari Aces. „Það er enginn nálægt henni.“ A'ja Wilson var þarna að ná því sem bara Bill Russell hefur náð í sögu NBA og WNBA. Á síðustu fjórum árum hefur hún unnið þrjá meistaratitla og þrisvar sinnum verið kosin verðmætasti leikmaður deildarinnar. Fram að því hafi Russel, mesti sigurvegarinn í sögu NBA, verið sá eini í þessum klúbbi í sögu deildanna tveggja. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba) Fyrstu tvo mánuði tímabilsins náðu leikmenn Aces ekki saman. Þær töpuðu fyrsta leik tímabilsins með fjórtán stiga mun í New York, sveifluðust síðan í kringum fimmtíu prósent vinningshlutfall í júní og júlí og voru með fleiri tapað en sigra allt fram til 25. júlí. Sextán leikja sigurganga undir lok deildarkeppninnar tryggði Aces sér annað sætið í úrslitakeppninni og þær komust í gegnum erfiðar viðureignir í fyrstu umferð og undanúrslitum sem fóru í oddaleik áður en þær sýndu yfirburði í lokaúrslitunum. „Ég elska að vera þjálfari þeirra, ég elska að vera vinur þeirra. Að ýta þeim stundum aðeins meira en þær vilja,“ sagði Hammon, sem tók við sem þjálfari Aces árið 2022 og er með 10-2 árangur í lokaúrslitum WNBA. „Þessi sigur er öðruvísi vegna þess að hann var öðruvísi. Það var líklega mun meira mótlæti en nokkur okkar bjóst við. Við erum öll mannleg og við erum manneskjur sem vildu gera hlutina rétt, og gera þá rétt saman,“ sagði Hammon. View this post on Instagram A post shared by Las Vegas Aces (@lvaces)
WNBA NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira