Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 22:08 Jørgen Watne Frydnes er formaður Nóbelsnefndarinnar. AP Nóbelsstofnunin í Ósló hefur hafið rannsókn á mögulegum leka og innherjaviðskiptun eftir að óvenjuleg veðmál bárust á að María Corina Machado hlyti Friðarverðlaun Nóbels, nokkrum klukkutímum áður en hún hlaut þau. Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist. Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Maríu Corina Machado voru veitt Friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir baráttu sína í þágu lýðræðis í heimalandi sínu Venesúela. Hún er fyrsti Venesúelabúinn til að hreppa verðlaunin. Skömmu eftir miðnætti í gær að norskum tíma mat veðbankinn Polymarket sigurlíkur Machado upp á 3,75 prósent. Innan við tveimur tímum síðar hins vegar höfðu líkurnar rokið upp í 72,8 prósent sem ber þess merki að nafni sigurvegarans hafi verið lekið. Samkvæmt umfjöllun Guardian og Financial Times hafði Júlía Navalnaja, hagfræðingurinn og ekkja rússneska andspyrnuleiðtogans Aleksejs Navalní, verið sigurstrangslegust fram á gærdaginn á síðu Polymarket sem er vinsæl veðmálasíða meðal þeirra sem veðja á stjórnmál. Stuðlar síðunnar eru sjálfvirkt unnir út frá veðmálum notenda og því er skyndilegt stökk Machado til marks um óvenjulegar hreyfingar á veðmálum. Að því er fram kemur í umfjöllun Finansavisen vann einn notandi síðuna tæplega átta milljón íslenskar krónur á því að veðja á Machado en hann hafði búið reikninginn til samdægurs. Í samtali við Aftenposten sagði forstöðumaður Nóbelsstofnunarinnar að ekki væri hægt að fullyrða enn um hvort nafni sigurvegarans hafi verið lekið en að rannsókn yrði hleypt af stað. Umfang eða eðli rannsóknarinnar liggur ekki fyrir en af umfjöllun ofangreindra miðla að ráða er um fordæmalausan leka að ræða, ef rétt reynist.
Nóbelsverðlaun Noregur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira