Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 16:34 Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að fjölskyldan, sem samanstendur meðal annars af nokkurra vikna gömlum tvíburum, standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í Króatíu. Aðsend Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent