„Finn ekki fyrir pressu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2025 16:03 Lína er komin á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. Birta Sólveig Söring er komin í hóp íslenskra leikkvenna sem fer með hlutverk Línu. Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar. Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Óhætt er að segja að ævintýrin um sterkustu stelpu í heimi séu fjölmörgum Íslendingum minnisstæð enda hefur verkið verið sett upp fjórum sinnum í stóru leikhúsunum þar sem kanónur hafa sett sinn svip á persónuna. Það eru þær Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Nú prýðir Lína leikhúsfjalirnar í fimmta sinn og er það engin önnur en Birta Sólveig Söring sem glæðir Línu lífi. Við hittum á hana örfáum dögum eftir frumsýningu í hálfgerðu spennufalli enda ákveðinn draumur að rætast. En hvernig er að feta í þessi stóru fótspor? „Þetta er svo góð tilfinning. Þær eru allar svo miklar fyrirmyndir að þetta er svo mikill heiður að tilheyra þessari elítu,“ segir Birta Sólveig létt í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. „Ég lít svo ótrúlega mikið upp til þeirra og það er frábært að vera partur af þessum hóp. Ég finn ekki fyrir pressu vegna þess að Lína er bara og það eiga allir Línu innra með sér. Þú finnur bara þína leið og við eigum öll okkar innra barn.“ Ekki nóg með það þá mun Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverk frú Prússólín forvígismanns í barnaverndarnefnd en Birta segir það kærkomið að vera með gamla Línu með sér á sviðinu. „Ilmur hefur reglulega heyrt í mér og spurt hvernig gangi og svona. Þannig að það er mjög gott að spegla við hana. Hún var mín Lína og ég sá hennar verk.“ Birta segir boðskap Línu eiga erindi við alla. „Við öll höfum þetta í okkur að okkur langar ákveðna hluti sem eru kannski ekki réttir eða okkur finnst þeir kannski hættulegir en muna að fara út fyrir þægindarammann sinn.“ En Birta er ekki ein síns liðs heldur deilir hún sviðinu með fjöldanum öllum af leikurum og dönsurum. Til að mynda er Kristinn Óli Haraldsson að stíga sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi en einnig eru þar fjölmargir reynsluboltar. Þá er gaman að segja frá því að leikararnir sem fara með hlutverk tvíburanna Önnu og Tomma koma úr sama bekk og Birta. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Menning Þjóðleikhúsið Leikhús Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein