Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. október 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein