„Við viljum bara grípa þau fyrr“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2025 19:25 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira