UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. október 2025 16:45 Lamine Yamal og félagar í Barcelona eru á leiðinni til Miami í desember. Eric Alonso/Getty Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur gefið spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum leyfi til að halda deildarleiki í Bandaríkjunum og Ástralíu. UEFA hefur beitt sér harðlega gegn því en neyðist til að gefa grænt ljós á leikina sem munu fara fram í Miami og Perth. Úrvalsdeildir þessara landa hafa lengi barist fyrir því að deildarleikir séu haldnir í öðrum og meira framandi löndum, í von um að auka tekjur og stækka áhorfendahópinn, en hafa mætt mótstöðu frá flestöllum æðri máttarvöldum fótboltans; knattspyrnusamböndum Spánar og Ítalíu, og evrópsku- og alþjóða knattspyrnusamböndunum UEFA og FIFA. Knattspyrnusamböndin gáfu loks sitt leyfi í þarsíðasta mánuði og nú hefur UEFA neyðst til að gefa grænt ljós. „Vegna þess að regluverk FIFA - sem er nú til skoðunar - er ekki nógu skýrt og nákvæmt hvað þetta varðar. Framkvæmdastjórn UEFA hefur því treglega tekið þá ákvörðun, í þessu undantekningartilfelli, að gefa leyfi fyrir þessum tveimur leikjum. UEFA mun aðstoða FIFA við vinnuna sem er nú þegar hafin, að útbúa regluverk sem hefur heilindi deildanna í heiðri og tryggir áframhaldandi tengsl félaga við sína stuðningsmenn og nærliggjandi samfélög.“ We are opposed to domestic league matches being played abroad.Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.— UEFA (@UEFA) October 6, 2025 Forseti UEFA, Alexander Ceferin, er þeirrar skoðunar að deildarleiki eigi að spila í þeim löndum sem deildin er skráð. Annað komi niður á stuðningsmönnum sem sækja leiki sinna liða og skapi vandamál sem gætu raskað eðlilegri keppni. „Þessi ákvörðun er undantekning og verður ekki fordæmisgefandi“ sagði forsetinn. Barcelona mun mæta Villareal í Miami í desember og AC Milan mun spila við Como í Perth í febrúar á næsta ári. UEFA Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Úrvalsdeildir þessara landa hafa lengi barist fyrir því að deildarleikir séu haldnir í öðrum og meira framandi löndum, í von um að auka tekjur og stækka áhorfendahópinn, en hafa mætt mótstöðu frá flestöllum æðri máttarvöldum fótboltans; knattspyrnusamböndum Spánar og Ítalíu, og evrópsku- og alþjóða knattspyrnusamböndunum UEFA og FIFA. Knattspyrnusamböndin gáfu loks sitt leyfi í þarsíðasta mánuði og nú hefur UEFA neyðst til að gefa grænt ljós. „Vegna þess að regluverk FIFA - sem er nú til skoðunar - er ekki nógu skýrt og nákvæmt hvað þetta varðar. Framkvæmdastjórn UEFA hefur því treglega tekið þá ákvörðun, í þessu undantekningartilfelli, að gefa leyfi fyrir þessum tveimur leikjum. UEFA mun aðstoða FIFA við vinnuna sem er nú þegar hafin, að útbúa regluverk sem hefur heilindi deildanna í heiðri og tryggir áframhaldandi tengsl félaga við sína stuðningsmenn og nærliggjandi samfélög.“ We are opposed to domestic league matches being played abroad.Two requests have been approved on an exceptional basis due to regulatory gaps at global level.We are committed to anchoring the integrity of domestic competitions and fans’ perspectives in forthcoming FIFA rules.— UEFA (@UEFA) October 6, 2025 Forseti UEFA, Alexander Ceferin, er þeirrar skoðunar að deildarleiki eigi að spila í þeim löndum sem deildin er skráð. Annað komi niður á stuðningsmönnum sem sækja leiki sinna liða og skapi vandamál sem gætu raskað eðlilegri keppni. „Þessi ákvörðun er undantekning og verður ekki fordæmisgefandi“ sagði forsetinn. Barcelona mun mæta Villareal í Miami í desember og AC Milan mun spila við Como í Perth í febrúar á næsta ári.
UEFA Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira