Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar 6. október 2025 15:03 Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun