Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 6. október 2025 08:59 Jón Gnarr biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Grindavík. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook. Grindvíkingar hafa margir tjáð sig í kjölfar þáttarins og lýst því að þeim blöskri umræðan og hvernig fjallað var um bæinn eins og hann væri glataður. Jón Gnarr segist þvert á móti hafa verið efst í huga hversu Íslendingar megi sér oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hversu djúpstæð áhrif það getur haft að upplifa það hvernig jarðhræringar geta kippt undan okkur fótunum. „Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til,“ segir Jón í færslu um málið á Facebook þar sem hann biður Grindvíkinga innilegrar afsökunar. Hann hafi með orðum sínum viljað sýna samkennd og skilning. Pabbi hans hafi unnið í Vestmannaeyjum eftir gosið þar og hann hafi sjálfur sem ungur maður unnið í Svartsengi og komið daglega til Grindavíkur. „Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna,“ segir Jón. Ekkert nema hlýja Hann hafi heimsótt bæinn og fundað með fjölda fólks og fyrirtækjum. Hann eigi ekkert nema hlýju til Grindvíkinga. „Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér… Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík,“ segir hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Grindvíkingar hafa margir tjáð sig í kjölfar þáttarins og lýst því að þeim blöskri umræðan og hvernig fjallað var um bæinn eins og hann væri glataður. Jón Gnarr segist þvert á móti hafa verið efst í huga hversu Íslendingar megi sér oft lítils gagnvart ógnarkröftum náttúruaflanna og hversu djúpstæð áhrif það getur haft að upplifa það hvernig jarðhræringar geta kippt undan okkur fótunum. „Þessi hjón sem ég vísa til hitti ég ásamt hópi af Grindvíkingum síðasta sumar. Ég hitti þau fyrir utan bensínstöðina á Blönduósi. Maðurinn lýsti þessu svona fyrir mér, hvernig húsið þeirra hefði færst til. Það var augljóst að þetta hafði haft mikil áhrif á hann. Og hann sagði þetta, að hann myndi aldrei vilja fara aftur heim til Grindavíkur. Ég var ekki að búa þetta til,“ segir Jón í færslu um málið á Facebook þar sem hann biður Grindvíkinga innilegrar afsökunar. Hann hafi með orðum sínum viljað sýna samkennd og skilning. Pabbi hans hafi unnið í Vestmannaeyjum eftir gosið þar og hann hafi sjálfur sem ungur maður unnið í Svartsengi og komið daglega til Grindavíkur. „Ég hlóð meðal annars hraunhleðslurnar sem stóðu við veginn til hitaveitunnar. Ég heimsótti Grindavík síðasta vetur og sá þá að þessir garðar mínir voru allir hrundir til grunna,“ segir Jón. Ekkert nema hlýja Hann hafi heimsótt bæinn og fundað með fjölda fólks og fyrirtækjum. Hann eigi ekkert nema hlýju til Grindvíkinga. „Ég biðst innilegrar afsökunar hafi orð mín verið óvarlega sögð. Ég skil að þetta er viðkvæmt, fólk er stolt og finnst lítið gert úr sér… Fyrirgefið mér kæru vinir ef ég hef sært ykkur, það var ekki ætlunin. Ég ber mikla virðingu fyrir dirfsku, æðruleysi og þrautseigju Grindvíkinga og hef fulla trú á því að við náum saman, með tímanum, að endurreisa bæinn og vinna okkur út úr þessu, ekki bara efnahagslega heldur tilfinningalega líka. Guð blessi Grindavík,“ segir hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Viðreisn Ríkisútvarpið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36 Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. 1. október 2025 11:36
Framlengja gistiheimildina fram á vor Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið að framlengja heimild hollvina til þess að gista í eignum félagsins í Grindavík. Gistiheimildin gildir nú til 31. mars 2026. 22. september 2025 14:29
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3. september 2025 20:58