Lífið

Sonur Tinu Turner látinn

Agnar Már Másson skrifar
Ike Turner yngri hlaut Grammy-verðlaun árið 2007 fyrir blúsplötu sína Risin' With The Blues. 
Ike Turner yngri hlaut Grammy-verðlaun árið 2007 fyrir blúsplötu sína Risin' With The Blues.  Getty/ Bob Riha Jr

Tónlistarmaðurinn Ike Turner yngri, sonur söngkonunnar Tinu Turner, er látinn 67 ára að aldri.

TMZ greinir frá andlátinu og hefur eftir frænku hans að Turner yngri hefði fallið frá í gær, laugardag, á spítala í Los Angeles í Kaliforníu. 

Hann hafi glímt við hjartavandamál í nokkur ár og heilsu hans farið hrakandi síðustu ár. Þá hafi hann einnig fengið flogakast í september.

Turner yngri fæddist 1958 en blóðskyld móðir hans var Lorraine Taylor. Hann var síðan ættleiddur af Tinu þegar hún giftist föður hans, Ike Turner eldri.

Eins og foreldrar sínir gerðist Turner yngri tónlistarmaður. Hann var einn fjögurra barna þeirra Tinu og Ike eldri.

Ike eldri lést 2007 og Tina Turner lést 2023 en seinna sama ár bárust fregnir af því að sonurinn hefði verið handtekinn í Texas-ríki í Bandaríkjunum fyrir vörslu krakks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.