„Algjörlega alveg út í hött“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2025 23:16 Íbúar við Grettisgötu kvarta sáran yfir hljóðmengun sem fylgja framkvæmdunum. Vísir/Anton Brink Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi. Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“ Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“
Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira