Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:28 Húsnæðið í Ármúla sem á að hýsa Konukot. Vísir/Sigurjón Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira