Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 20:23 Trump fyrirskipaði árásir á báta úti á Karíbahafi þar sem 17 manns létust. Nú vill hann meina að Bandaríkn eigi í vopnuðum átökum við meintu eiturlyfjasmyglarana sem hann segir hafa verið þar um borð. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira