POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 12:17 Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi. vísir/Bjarni Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira