Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 23:02 Magga Stína lætur ísraelskar leiftursprengjur ekki stoppa sig. Aðsend Margrét Kristín Blöndal og félagar hennar um borð í skipinu Conscience halda ótrauð áfram í átt að Gasaströndinni. Ísraelski sjóherinn réðst um borð í fleiri skipa flotans á alþjóðlegu hafsvæði og handtók fjölda farþega. Fregnir hafa borist af því að ísraelski sjóherinn sprauti farþega með öflugum vatnsgusum og sleppi leiftursprengjum úr drónum um borð. Samkvæmt nýjustu fregnum hefur ísraelski sjóherinn tekið yfir stjórn á sex skipum flotans hið minnsta og tekið meðal annarra Gretu Thunberg fasta. Áhöfn Conscience er fast á hælunum á þeim skipum sem þegar hafa orðið fyrir árás Ísraela og hefur ekki í hug að snúa við. Fjölmenn mótmæli hafa brotist út víða í Evrópu. Þessi mynd er af mótmælagöngu í Mílanó fyrir skemmstu.AP Aðgerðir Ísraela í kvöld hafa þegar verið fordæmdar víða og út hafa brotist fjölmenn mótmæli á Ítalíu, í Belgíu, Þýskalandi og víðar. Fjölmennasta stéttarfélag Ítalíu hefur boðað allsherjarverkfall og ríkisstjórn Kólumbíu hefur rekið alla starfsmenn ísraelska sendiráðsins úr landi. Í Tórínó hafa stúdentar hertekið háskólabyggingu, í Róm hafa margar þúsundir komið saman fyrir utan skrifstofur ríkisstjórnarinnar í Palazzo Chigi og í Písa og Napólí hafa mótmælendur lokað fyrir umferð lesta. Almennir borgarar leggi líf sitt að veði en ríkisstjórnir lyfti ekki lið Conscience siglir nú meðfram ströndu Pelópsskaga Grikklands á mikilli ferð með 98 heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn, lögmenn og aðgerðasinna um borð. Auk þess er um borð nokkuð af neyðarbirgðum. „Við erum á alþjóðlegu hafsvæði og í fullkomlega lögleglum erindagjörðum sem almennir borgarar. Það eru almennir borgarar sem setja sig í lífshættu til þess að bregðast við glæpi gegn mannkyni. Að yfirvöld sjái sér ekki fært að sinna því er alveg rosalega alvarlegt. Við [Íslendingar] teljum okkur auðvitað alltaf vera svo óviðkomandi heiminum þegar okkur hentar. Svo kemur okkur allt við þegar okkur hentar. En öll yfirvöld bera ábyrgð á sínum borgurum. Það er alveg kristaltært. Það ætti náttúrlega að koma yfirlýsing frá yfirvöldum um hvað þau hyggjast gera ef til þessa kæmi fyrir íslenska borgara,“ segir hún þegar fréttastofa náði tali af henni. Bátarnir verði ekki stöðvaðir Magga Stína segir heiminn horfa upp á þjóðarmorð og aðhafast ekkert. Börnum sé slátrað í beinni útsendingu og slátrarinn taki borgara annarra ríkja, heilbrigðisstarfsmenn og blaðamenn, ítrekað í gíslingu á alþjóðlegu hafsvæði þar sem þau hafa engan rétt til þess. Conscience áður en lagt var úr höfn.Aðsend „Ófrávíkjanlegt markmiðið er að rjúfa herkvína. Þannig að það opnist fyrir neyðaraðstoð. Við erum 98, meginþorrinn er heilbrigðisstarfsfólk og blaðamenn. Það er sérstaklega lögð áhersla á það vegna augljósra ástæðna, sem hluti af þjóðarmorðinu eru þessar stéttir skotmörk,“ segir Magga Stína. „Það er algjör sturlun að aðhafast ekki neitt. Að slíta ekki stjórnmálasambandi, slíta ekki viðskiptasambandi, fordæma þetta þjóðarmorð ekki út í hinsta myrkur og þykjast ætla að velta því fyrir sér hvort einhver dómstóll ætli að úrskurða það í framtíðinni að þetta hafi verið þjóðarmorð. Við erum ekki fífl,“ segir hún. Ísraelski sjóherinn geti ekki stöðvað bátana sem á eftir koma. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Samkvæmt nýjustu fregnum hefur ísraelski sjóherinn tekið yfir stjórn á sex skipum flotans hið minnsta og tekið meðal annarra Gretu Thunberg fasta. Áhöfn Conscience er fast á hælunum á þeim skipum sem þegar hafa orðið fyrir árás Ísraela og hefur ekki í hug að snúa við. Fjölmenn mótmæli hafa brotist út víða í Evrópu. Þessi mynd er af mótmælagöngu í Mílanó fyrir skemmstu.AP Aðgerðir Ísraela í kvöld hafa þegar verið fordæmdar víða og út hafa brotist fjölmenn mótmæli á Ítalíu, í Belgíu, Þýskalandi og víðar. Fjölmennasta stéttarfélag Ítalíu hefur boðað allsherjarverkfall og ríkisstjórn Kólumbíu hefur rekið alla starfsmenn ísraelska sendiráðsins úr landi. Í Tórínó hafa stúdentar hertekið háskólabyggingu, í Róm hafa margar þúsundir komið saman fyrir utan skrifstofur ríkisstjórnarinnar í Palazzo Chigi og í Písa og Napólí hafa mótmælendur lokað fyrir umferð lesta. Almennir borgarar leggi líf sitt að veði en ríkisstjórnir lyfti ekki lið Conscience siglir nú meðfram ströndu Pelópsskaga Grikklands á mikilli ferð með 98 heilbrigðisstarfsmenn, blaðamenn, lögmenn og aðgerðasinna um borð. Auk þess er um borð nokkuð af neyðarbirgðum. „Við erum á alþjóðlegu hafsvæði og í fullkomlega lögleglum erindagjörðum sem almennir borgarar. Það eru almennir borgarar sem setja sig í lífshættu til þess að bregðast við glæpi gegn mannkyni. Að yfirvöld sjái sér ekki fært að sinna því er alveg rosalega alvarlegt. Við [Íslendingar] teljum okkur auðvitað alltaf vera svo óviðkomandi heiminum þegar okkur hentar. Svo kemur okkur allt við þegar okkur hentar. En öll yfirvöld bera ábyrgð á sínum borgurum. Það er alveg kristaltært. Það ætti náttúrlega að koma yfirlýsing frá yfirvöldum um hvað þau hyggjast gera ef til þessa kæmi fyrir íslenska borgara,“ segir hún þegar fréttastofa náði tali af henni. Bátarnir verði ekki stöðvaðir Magga Stína segir heiminn horfa upp á þjóðarmorð og aðhafast ekkert. Börnum sé slátrað í beinni útsendingu og slátrarinn taki borgara annarra ríkja, heilbrigðisstarfsmenn og blaðamenn, ítrekað í gíslingu á alþjóðlegu hafsvæði þar sem þau hafa engan rétt til þess. Conscience áður en lagt var úr höfn.Aðsend „Ófrávíkjanlegt markmiðið er að rjúfa herkvína. Þannig að það opnist fyrir neyðaraðstoð. Við erum 98, meginþorrinn er heilbrigðisstarfsfólk og blaðamenn. Það er sérstaklega lögð áhersla á það vegna augljósra ástæðna, sem hluti af þjóðarmorðinu eru þessar stéttir skotmörk,“ segir Magga Stína. „Það er algjör sturlun að aðhafast ekki neitt. Að slíta ekki stjórnmálasambandi, slíta ekki viðskiptasambandi, fordæma þetta þjóðarmorð ekki út í hinsta myrkur og þykjast ætla að velta því fyrir sér hvort einhver dómstóll ætli að úrskurða það í framtíðinni að þetta hafi verið þjóðarmorð. Við erum ekki fífl,“ segir hún. Ísraelski sjóherinn geti ekki stöðvað bátana sem á eftir koma.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44 Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. 1. október 2025 14:44
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42
Ísraelsher stöðvaði skútuna og handtók áhöfnina Ísraelski herinn hefur stöðvað skútuna Madleen, sem sigldi til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur, og handtekið alla tólf um borð, þar á meðal Gretu Thunberg. Freedom Flotilla Coalition, sem standa að baki ferðinni, segja áhöfninni hafa verið rænt af Ísraelsher. 9. júní 2025 07:55