Innlent

Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráða­mót­töku

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Hjólreiðamaður var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar eftir umferðaróhapp þar sem ökumaður bíls ók utan í hann.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í morgun til fimm síðdegis. 

Einnig var tilkynnt um slys þar sem hjólreiðamaður og rafhlaupahjólamaður rákust hvor utan í annan. Báðir leituðu til læknis eftir óhappið.

Í dagbókinni kemur einnig fram að Barnavernd hafi óskað eftir aðstoð lögreglu í verslunarmiðstöð í umdæmi lögreglustöðvar eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni, Vesturbæ, Hlíðum og á Seltjarnarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×