Erlent

Tala látinna hækkar á Filipps­eyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mestu skemmdirnar hafa orðið í borginni Bogo.
Mestu skemmdirnar hafa orðið í borginni Bogo. (AP Photo)

Björgunarlið er enn að störfum á Filippseyjum þar sem öflugur skjálfti upp á 6,9 stig reið yfir í gær. Að minnsta kosti 69 eru látnir en ástandið er verst í Cebu héraði.

Víðtækt rafmagnsleysi fylgdi skjálftanum og byggingar eru víða skemmdar. Enn er verið að leita að fólki í rústum bygginga og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í héraðinu. Rúmlega sexhundruð eftirskjálftar hafa komið í kjölfar hins stóra og íbúar á skjálftasvæðinu sváfu utandyra í nótt af ótta við frekari hamfarir.

Flest dauðsfallana hafa orðið í borginni Bogo, eða þrjátíu hið minnsta og tuttugu og tveir létust í borginni Medellin. Óljóst er hversu margra er enn saknað en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem líður á daginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×