Erlent

Ríkisreksturinn í Banda­ríkjunum í limbó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lokunin hófst á miðnætti.
Lokunin hófst á miðnætti. Getty/Kent Nishimura

Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát.

Stöðvunin eða lokunin, eins og talað er um vestanhafs, hefur það í för með sér að röskun verður á opinberri þjónustu og margir ríkisstarfsmenn sendir í leyfi. Þá hefur Trump hótað fjöldauppsögnum og frekari niðurskurði, sem hann segir verða beint gegn Demókrötum.

Demókratar hafa gert kröfu um að forsetinn samþykki að framlengja greiðsluþátttöku ríkisins í margvíslegri heilbrigðisþjónustu og taki til baka niðurskurð á Medicaid, sem ráðist var í á sumarmánuðum.

Frumvarp Repúblikana um frekari fjárheimildir til handa ríkinu til 21. nóvember, féll í atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni í gær. Fimmtíu og fimm greiddu atkvæði með frumvarpinu, gegn 45 á móti en 60 atkvæði þarf til að koma því í gegn.

Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að vilja ekki ganga að kröfum þeirra og benda á að hann muni sitja uppi með skömmina þegar landsmenn þurfa að fara að greiða mun meira fyrir sjúkdómatryggingar sínar en þeir hafa gert síðustu ár. 

Forsetinn hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann hyggist leita hefnda gegn Demókrötum. Stöðvun ríkisrekstursins gæti haft marg gott í för með sér, meðal annars að uppsagnir ríkisstarfsmanna úr röðum Demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×