Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 1. október 2025 08:00 Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda. Hún kemur seint heim vegna þess að fáein svokölluð almannaheillasamtök og stofnanir ákveða á hverjum degi að þeirra besta fjármögnunarleið sé að græða á fjárhættuspilum. Þau eru Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg, og íþróttahreyfingin. Í síðustu viku urðu umræður á Alþingi um ólöglegar erlendar veðmálasíður og fóru þær fram eftir fyrirsjáanlegri formúlu: forræðishyggja gegn frelsi. Ein hliðin segir: þú stöðvar þetta ekki; ekki reyna. Hinni hliðinni er stillt upp sem bannglöðum siðapostulum. Á meintri miðju átakaássins eru svo þeir sem vilja banna „vondu,“ útlensku síðurnar og láta þá fjármuni sem nú renna um þær fara í gegnum innlend kerfi, og boða að þá sé peningurinn orðinn „góður.“ En þessi ás er í sjálfu sér pólitísk blekking. Íslenskur markaður fyrir fjárhættuspil hefur aldrei verið löglaus frumskógur. Honum hefur verið bróðurlega deilt á milli fyrrnefndra aðila sem fengu á sínum tíma leyfi til að skapa hér á landi eftirspurn eftir ákveðnum fjárhættuspilum, sem áður var engin. Í millitíðinni byrjuðu Íslendingar að spila á erlendum síðum fyrir einhverja milljarða á ári hverju (eða svo er okkur sagt). Og nú er það síendurtekið að samfélagið tapi því fé. Lógíkin er þessi: ef peningarnir héldust „heima“ væri hægt að nota þá til að leyfa ungmennum að æfa íþróttir og ganga í háskóla. Í einmitt slíku starfi felist jafnvel forvörn gegn spilafíkn. En spilavíti helgað göfugum málstað, hvort heldur er í spilasal eða á netinu, hvort heldur eigandinn er innlendur eða erlendur, verður aldrei annað en spilavíti. Á meðan skaðinn er sá sami þá felst engin raunveruleg bót fyrir íslenskt samfélag í slíkri breytingu. Hún verður aldrei annað en yfirtaka, valdaskipti á tilteknum hluta fjárhættuspilamarkaðarins. „Hófsama miðjan“ hefur sýnt í verki að hún er hvorki hófsöm né mitt á milli forræðishyggju og frelsis. Síðastliðna áratugi hafa þessi innlendu samtök og stofnanir ekkert viljað gera til að minnka þann skaða sem þau nefna nú sem sérstakt áhyggjuefni sem bregðast þurfi við. Enda er þeirra tilgangur að afla tekna, ekki að minnka umsvif fjárhættuspila. Tekjumódel sem byggist á gegndarlausri spilun gerir það að verkum að þessar stofnanir hafa aldrei verið varðmenn hófs og munu aldrei vera það. Þess í stað hefur skaðaminnkun á Íslandi verið ástunduð af afgreiðslukonum sem kippa spilakössum úr sambandi, kráareigendum sem sjá sóma sinn í því að skila kössum til föðurhúsanna, foreldrum sem taka síma af börnum sínum, fjölskyldum sem greiða niður spilaskuldir, og spilafíklum sem sjálfir finna upp leiðir til að takmarka eigin skaða. Þegar það eitt kemst að í pólitískri umræðu að spilapeningnum sé haldið innan íslensks hagkerfis verða niðurstöður vísindalegra rannsóknaum skaðsemi fjárhættuspila og stefnumótun ekki annað en bakþankar. Umræða um þessa gervilausn – að þjóðnýta veðmálin – kæfir þannig umræðu um raunverulegar lausnir og skynsamlega stefnu í málaflokknum í heild. Hvað á þá ríkisstjórnin, sem á endanum ræður, að gera? Hún verður að standast þrýsting þeirra sérhagsmunaafla sem stilla sér nú upp sem hinni „hófsömu miðju.“ Hún verður að standa með fólkinu í landinu gegn ásókninni í efnahag þeirra, líf og heilsu. Fyrsta skrefið á auðvitað að vera að klippa á lagalegu snúruna sem heldur spilakössum gangandi – þessum skaðlegustu tækjum fjárhættuspilaiðnaðarins. Auðvitað á svo að loka fyrir greiðslumiðlun erlendu fyrirtækjanna sem starfa hér ólöglega. Stjórnmál snúast um að skilgreina vettvang átaka. Þeir aðilar sem hér á landi græða á fjárhættuspilum vilja að sá vettvangur sé „frelsi gegn forræðishyggju,“ því þannig fá þeir að staðsetja sig í miðjunni. Réttara væri þó að tala um rótgróin sérhagsmunaöfl gegn fólkinu sem hinn raunverulega átakaás í þessu máli. Veljum fólkið. Veljum konuna í sjoppunni og karlinn við spilakassann. Útbúum stefnu þar sem hennar ólaunaða skaðaminnkunarstarf og hans sársauki heyra sögunni til. Höfundur situr í stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Sjá einnig eftir höfund: Auðhumla í Hamraborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Rúnar Brynjarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Konan á bak við afgreiðsluborðið þarf að kippa snúrunni úr sambandi. Sjoppan lokaði fyrir fimmtán mínútum, en spilakassinn blikkar enn. „Plís leyfðu mér bara að klára þennan leik,“ segir fastagesturinn. Hún slekkur, tekur á móti reiðinni – og kemur svo seint heim, úrvinda. Hún kemur seint heim vegna þess að fáein svokölluð almannaheillasamtök og stofnanir ákveða á hverjum degi að þeirra besta fjármögnunarleið sé að græða á fjárhættuspilum. Þau eru Háskóli Íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg, og íþróttahreyfingin. Í síðustu viku urðu umræður á Alþingi um ólöglegar erlendar veðmálasíður og fóru þær fram eftir fyrirsjáanlegri formúlu: forræðishyggja gegn frelsi. Ein hliðin segir: þú stöðvar þetta ekki; ekki reyna. Hinni hliðinni er stillt upp sem bannglöðum siðapostulum. Á meintri miðju átakaássins eru svo þeir sem vilja banna „vondu,“ útlensku síðurnar og láta þá fjármuni sem nú renna um þær fara í gegnum innlend kerfi, og boða að þá sé peningurinn orðinn „góður.“ En þessi ás er í sjálfu sér pólitísk blekking. Íslenskur markaður fyrir fjárhættuspil hefur aldrei verið löglaus frumskógur. Honum hefur verið bróðurlega deilt á milli fyrrnefndra aðila sem fengu á sínum tíma leyfi til að skapa hér á landi eftirspurn eftir ákveðnum fjárhættuspilum, sem áður var engin. Í millitíðinni byrjuðu Íslendingar að spila á erlendum síðum fyrir einhverja milljarða á ári hverju (eða svo er okkur sagt). Og nú er það síendurtekið að samfélagið tapi því fé. Lógíkin er þessi: ef peningarnir héldust „heima“ væri hægt að nota þá til að leyfa ungmennum að æfa íþróttir og ganga í háskóla. Í einmitt slíku starfi felist jafnvel forvörn gegn spilafíkn. En spilavíti helgað göfugum málstað, hvort heldur er í spilasal eða á netinu, hvort heldur eigandinn er innlendur eða erlendur, verður aldrei annað en spilavíti. Á meðan skaðinn er sá sami þá felst engin raunveruleg bót fyrir íslenskt samfélag í slíkri breytingu. Hún verður aldrei annað en yfirtaka, valdaskipti á tilteknum hluta fjárhættuspilamarkaðarins. „Hófsama miðjan“ hefur sýnt í verki að hún er hvorki hófsöm né mitt á milli forræðishyggju og frelsis. Síðastliðna áratugi hafa þessi innlendu samtök og stofnanir ekkert viljað gera til að minnka þann skaða sem þau nefna nú sem sérstakt áhyggjuefni sem bregðast þurfi við. Enda er þeirra tilgangur að afla tekna, ekki að minnka umsvif fjárhættuspila. Tekjumódel sem byggist á gegndarlausri spilun gerir það að verkum að þessar stofnanir hafa aldrei verið varðmenn hófs og munu aldrei vera það. Þess í stað hefur skaðaminnkun á Íslandi verið ástunduð af afgreiðslukonum sem kippa spilakössum úr sambandi, kráareigendum sem sjá sóma sinn í því að skila kössum til föðurhúsanna, foreldrum sem taka síma af börnum sínum, fjölskyldum sem greiða niður spilaskuldir, og spilafíklum sem sjálfir finna upp leiðir til að takmarka eigin skaða. Þegar það eitt kemst að í pólitískri umræðu að spilapeningnum sé haldið innan íslensks hagkerfis verða niðurstöður vísindalegra rannsóknaum skaðsemi fjárhættuspila og stefnumótun ekki annað en bakþankar. Umræða um þessa gervilausn – að þjóðnýta veðmálin – kæfir þannig umræðu um raunverulegar lausnir og skynsamlega stefnu í málaflokknum í heild. Hvað á þá ríkisstjórnin, sem á endanum ræður, að gera? Hún verður að standast þrýsting þeirra sérhagsmunaafla sem stilla sér nú upp sem hinni „hófsömu miðju.“ Hún verður að standa með fólkinu í landinu gegn ásókninni í efnahag þeirra, líf og heilsu. Fyrsta skrefið á auðvitað að vera að klippa á lagalegu snúruna sem heldur spilakössum gangandi – þessum skaðlegustu tækjum fjárhættuspilaiðnaðarins. Auðvitað á svo að loka fyrir greiðslumiðlun erlendu fyrirtækjanna sem starfa hér ólöglega. Stjórnmál snúast um að skilgreina vettvang átaka. Þeir aðilar sem hér á landi græða á fjárhættuspilum vilja að sá vettvangur sé „frelsi gegn forræðishyggju,“ því þannig fá þeir að staðsetja sig í miðjunni. Réttara væri þó að tala um rótgróin sérhagsmunaöfl gegn fólkinu sem hinn raunverulega átakaás í þessu máli. Veljum fólkið. Veljum konuna í sjoppunni og karlinn við spilakassann. Útbúum stefnu þar sem hennar ólaunaða skaðaminnkunarstarf og hans sársauki heyra sögunni til. Höfundur situr í stjórn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Sjá einnig eftir höfund: Auðhumla í Hamraborg.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar