„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 14:17 Einar Árni Jóhannsson segir sínar konur klárar í slaginn og að tilhlökkunin sé mikil að hefja leik í Bónus-deildinni. Paweł/Vísir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. „Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2) UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum