„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 14:17 Einar Árni Jóhannsson segir sínar konur klárar í slaginn og að tilhlökkunin sé mikil að hefja leik í Bónus-deildinni. Paweł/Vísir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. „Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2) UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
„Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira