Sport

Lauf­ey sú elsta sem kemst á pall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Laufey er hér á pallinum með bronsverðlaunin sín.
Laufey er hér á pallinum með bronsverðlaunin sín. mynd/aðsend

Kraftlyftingakonan Laufey Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi í brons á EM í kraftlyftingum og skráði sig um leið í sögubækurnar.

Laufey, sem er fædd árið 1973, fékk bronsverðlaun í bekkpressu í +84 kg flokki. Hún er elsti keppandi sögunnar sem vinnur verðlaun í opnum flokki á heims- eða Evrópumóti.

Laufey byrjaði með öruggri 135 kg opnunarlyftu og bætti síðan við 142,5 kg í annarri tilraun, sem er nýtt Íslandsmet í flokkum M1 og M2.

Í síðustu umferðinni fór hún svo upp í 147,5 kg og bætti þar með tvö Íslandsmet til viðbótar í M1 og M2.

Með þessum árangri lauk Laufey frábæru keppnisári þar sem hún hafði áður unnið heimsmeistaratitil í M2-flokki síðastliðið vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×