Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2025 11:58 Gula fjölskyldan sem allir elska snýr aftur á hvíta tjaldið eftir langa bið. Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið árið 2027, tveimur áratugum eftir að síðasta kvikmyndin um fjöldskylduna kom í bíó. Kvikmyndastúdíóið 20th Century Studios greindi frá fréttunum á mánudag með plakati fyrir framhaldsmyndina og þar kemur fram að von sé á myndinni 23. júlí 2027. Hómer ætlar að fá sér meira. Á hvítu plakatinu má sjá hönd Hómers teygja sig í bleikan kleinuhring alsettan nammi sem er í laginu eins og tölustafurinn 2. Fyrir ofan gula krumluna stendur „Homer's coming back for seconds“ sem er gott matar-orðagrín sem mætti snara á íslensku sem: „Homer ætlar í annan skammt“. Rétt eins og fyrri myndin byggir framhaldið á sjónvarpsþáttunum The Simpsons eftir Matt Groening sem komu fyrst á skjáinn 1987 og hafa verið á Fox í 37 þáttaraðir. Eins og alþjóð veit fjalla þættirnir um dagsdagleg ævintýri hjónanna Homers og Marge og barnanna þeirra þriggja: Lisu, Bart og Maggie. Loksins von á framhaldinu sem var lofað Fyrri myndin sem kom út 27. júlí 2007 fjallaði um það þegar Homer mengar óvart vatnsból Springfield sem veldur þess að stór glerhvelfing er sett yfir bæinn. Myndin rakaði inn hálfum milljarði dala í bíóhúsum og endaði með því að hin þögla Maggie sagði að loknum kreditlistanum: „Framhald?“ Strax ári síðar staðfesti Groening að það yrði gerð önnur mynd Simpsons-fjölskylduna. „Það mun gerast á einhverjum tímapunkti, en ég hef ekki hugmynd um hvenær. Fyrsta myndin tók okkur fjögur ár - aðallega af því að okkur líkar ekki að vinna neitt meira en við gerum nú þegar. Við munum koma að því, ég er viss um það,“ sagði Groening um framhaldið þá. Sex árum síðar, árið 2014, greindi James L. Brooks, yfirframleiðandi Simpsons-þáttanna og einn handritshöfunda fyrri myndarinnar, frá því að Fox hefði leitað til hans fyrir gerð framhaldsmyndar. Springfield-búar verða vonandi búnir að jafna sig eftir síðustu mynd. Tíu ár liðu svo þar til Al Jean, annar yfirframleiðandi og handritshöfundur þáttanna, sagði að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað um framhaldið og handritsskrif væru ekki farin af stað. Auk þess sagði hann að Disney biði eftir því að sjá hvernig teiknimyndinni Inside Out 2 gengi í bíóhúsum eftir röð floppa hjá stúdíóinu. Inside Out 2 varð gríðarvinsæl og halaði inn 1,6 milljörðum dala. Nú er ljóst að viðræðurnar hafa farið á flug og framhaldið loksins farið í framleiðslu. Ekki liggur þó fyrir um hvað myndin fjallar nákvæmlega. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Simpsons-framhald ekki væntanlegt Matt Groening, skapari Simpsons-þáttanna, segir að önnur kvikmynd sé ekki væntanleg á næstunni. 8. október 2009 02:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndastúdíóið 20th Century Studios greindi frá fréttunum á mánudag með plakati fyrir framhaldsmyndina og þar kemur fram að von sé á myndinni 23. júlí 2027. Hómer ætlar að fá sér meira. Á hvítu plakatinu má sjá hönd Hómers teygja sig í bleikan kleinuhring alsettan nammi sem er í laginu eins og tölustafurinn 2. Fyrir ofan gula krumluna stendur „Homer's coming back for seconds“ sem er gott matar-orðagrín sem mætti snara á íslensku sem: „Homer ætlar í annan skammt“. Rétt eins og fyrri myndin byggir framhaldið á sjónvarpsþáttunum The Simpsons eftir Matt Groening sem komu fyrst á skjáinn 1987 og hafa verið á Fox í 37 þáttaraðir. Eins og alþjóð veit fjalla þættirnir um dagsdagleg ævintýri hjónanna Homers og Marge og barnanna þeirra þriggja: Lisu, Bart og Maggie. Loksins von á framhaldinu sem var lofað Fyrri myndin sem kom út 27. júlí 2007 fjallaði um það þegar Homer mengar óvart vatnsból Springfield sem veldur þess að stór glerhvelfing er sett yfir bæinn. Myndin rakaði inn hálfum milljarði dala í bíóhúsum og endaði með því að hin þögla Maggie sagði að loknum kreditlistanum: „Framhald?“ Strax ári síðar staðfesti Groening að það yrði gerð önnur mynd Simpsons-fjölskylduna. „Það mun gerast á einhverjum tímapunkti, en ég hef ekki hugmynd um hvenær. Fyrsta myndin tók okkur fjögur ár - aðallega af því að okkur líkar ekki að vinna neitt meira en við gerum nú þegar. Við munum koma að því, ég er viss um það,“ sagði Groening um framhaldið þá. Sex árum síðar, árið 2014, greindi James L. Brooks, yfirframleiðandi Simpsons-þáttanna og einn handritshöfunda fyrri myndarinnar, frá því að Fox hefði leitað til hans fyrir gerð framhaldsmyndar. Springfield-búar verða vonandi búnir að jafna sig eftir síðustu mynd. Tíu ár liðu svo þar til Al Jean, annar yfirframleiðandi og handritshöfundur þáttanna, sagði að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað um framhaldið og handritsskrif væru ekki farin af stað. Auk þess sagði hann að Disney biði eftir því að sjá hvernig teiknimyndinni Inside Out 2 gengi í bíóhúsum eftir röð floppa hjá stúdíóinu. Inside Out 2 varð gríðarvinsæl og halaði inn 1,6 milljörðum dala. Nú er ljóst að viðræðurnar hafa farið á flug og framhaldið loksins farið í framleiðslu. Ekki liggur þó fyrir um hvað myndin fjallar nákvæmlega.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Simpsons-framhald ekki væntanlegt Matt Groening, skapari Simpsons-þáttanna, segir að önnur kvikmynd sé ekki væntanleg á næstunni. 8. október 2009 02:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Simpsons-framhald ekki væntanlegt Matt Groening, skapari Simpsons-þáttanna, segir að önnur kvikmynd sé ekki væntanleg á næstunni. 8. október 2009 02:00