Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2025 23:02 Þessir ferðamenn voru á leið til Lissabon og vissu ekki af gjaldþroti Play þegar fréttamaður ræddi við þau. Vísir Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. Tilkynnt var um rekstrarstöðvun Play í morgun og eins og sást á skjáum á Keflavíkurflugvelli þá hafði öllum flugum félagsins verið aflýst. Farþegar voru þá búnir að bóka sig inn í flug sem áttu að fara síðar um morguninn og komu fréttiirnar þeim í opna skjöldu. Fregnirnar bárust með afar stuttum fyrirvara og einhverjir farþegar vissu ekki af gjaldþrotinu þegar Fréttastofa ræddi við þá hér á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að bíða eftir flugi okkar til Lissabon nú síðdegis,“ sögðu grandalausir farþegar í Keflavík. Hafið þið ekki heyrt fréttir af Play? „Nei, hvað gerðist?“ Play er gjaldþrota, það fara engin flug á vegum Play núna. „Þess vegna sáum við á skjáum að flugum hafði verið aflýst,“ sögðu farþegarnir og voru augljóslega slegnir. „Hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í vikutúr með börnin“ Andrúmsloftið var þungt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar mátti sjá fólk tilbúið í sólina en flugi Play til Tenerife sem átti að fara í loftið hálf ellefu var aflýst með skömmum fyrirvara. Þar var einnig fjöldi erlendra ferðamanna á leið heim til sín og mátti sjá marga þeirra í símanum að reyna að bóka sér ný flug. Árni Marz Friðgeirsson var á leið til vetrardvalar á Tenerife þegar flugi hans var skyndilega aflýst. „Þegar við vorum búin að setja inn farangurinn og ganga frá öll og sest og biðum. Þá bara, því miður. búið, farnir á hausinn. Við erum kannski heppnari að því leytinu til að við erum að fara í langtíma en ekki svona stutta ferð en það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara kannski í vikutúr með börnin og allir í klessu,“ sagði Árni skömmu eftir að fréttirnar bárust í morgun. Ferðamenn voru ósáttir með skort á upplýsingum frá Play.Vísir Þá voru farþegar ósáttir með skort á upplýsingum og sögðust enga aðstoð hafa fengið frá Play. „Þau eru ekki einu sinni hér til að hjálpa okkur með framhaldið, mér finnst það svolítið klikkað. Við erum vonsvikin,“ sögðu erlendir ferðamenn á leið til Lissabon. Reiður út í Icelandair vegna hækkunar Í viðtali á Vísi í dag sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að flugfélagið væri í samtali við stjórnvöld um viðbrögð og hvort félagið gæti nýtt varavélar sínar til að aðstoða Íslendinga sem fastir eru erlendis. Átta manna hópur Íslendinga átti bókað flug heim frá Tenerife í dag og þarf að leggja út háar fjárhæðir til að bóka ný flug. „Við semsagt förum út með Play og það kostaði hópinn fram og til baka 400 þúsund krónur en að koma þessum hóp heim kostar 923 þúsund. Svo náttúrulega bætist ofan á þetta þrír dagar auka í hótel, við vorum með bílaleigubíl og það er þarf að framlengja honum og þetta er hellings aukakostnaður og tekjutap,“ sagði Hann segist reiður út í Icelandir sem hann fullyrðir að hafi hækkað fargjöld sín og var hissa þegar fréttirnar af Play bárust í morgun. „Nú er forstjóri Play búinn að koma fram og segja að þða sé allt í góðu og maður hefur heyrt þetta áður en við einhvern veginn bjuggumst ekki við þessu á þessum tímapunkti.“ Samgöngur Play Gjaldþrot Play Icelandair Samkeppnismál Fréttir af flugi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Tilkynnt var um rekstrarstöðvun Play í morgun og eins og sást á skjáum á Keflavíkurflugvelli þá hafði öllum flugum félagsins verið aflýst. Farþegar voru þá búnir að bóka sig inn í flug sem áttu að fara síðar um morguninn og komu fréttiirnar þeim í opna skjöldu. Fregnirnar bárust með afar stuttum fyrirvara og einhverjir farþegar vissu ekki af gjaldþrotinu þegar Fréttastofa ræddi við þá hér á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að bíða eftir flugi okkar til Lissabon nú síðdegis,“ sögðu grandalausir farþegar í Keflavík. Hafið þið ekki heyrt fréttir af Play? „Nei, hvað gerðist?“ Play er gjaldþrota, það fara engin flug á vegum Play núna. „Þess vegna sáum við á skjáum að flugum hafði verið aflýst,“ sögðu farþegarnir og voru augljóslega slegnir. „Hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í vikutúr með börnin“ Andrúmsloftið var þungt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar mátti sjá fólk tilbúið í sólina en flugi Play til Tenerife sem átti að fara í loftið hálf ellefu var aflýst með skömmum fyrirvara. Þar var einnig fjöldi erlendra ferðamanna á leið heim til sín og mátti sjá marga þeirra í símanum að reyna að bóka sér ný flug. Árni Marz Friðgeirsson var á leið til vetrardvalar á Tenerife þegar flugi hans var skyndilega aflýst. „Þegar við vorum búin að setja inn farangurinn og ganga frá öll og sest og biðum. Þá bara, því miður. búið, farnir á hausinn. Við erum kannski heppnari að því leytinu til að við erum að fara í langtíma en ekki svona stutta ferð en það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara kannski í vikutúr með börnin og allir í klessu,“ sagði Árni skömmu eftir að fréttirnar bárust í morgun. Ferðamenn voru ósáttir með skort á upplýsingum frá Play.Vísir Þá voru farþegar ósáttir með skort á upplýsingum og sögðust enga aðstoð hafa fengið frá Play. „Þau eru ekki einu sinni hér til að hjálpa okkur með framhaldið, mér finnst það svolítið klikkað. Við erum vonsvikin,“ sögðu erlendir ferðamenn á leið til Lissabon. Reiður út í Icelandair vegna hækkunar Í viðtali á Vísi í dag sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að flugfélagið væri í samtali við stjórnvöld um viðbrögð og hvort félagið gæti nýtt varavélar sínar til að aðstoða Íslendinga sem fastir eru erlendis. Átta manna hópur Íslendinga átti bókað flug heim frá Tenerife í dag og þarf að leggja út háar fjárhæðir til að bóka ný flug. „Við semsagt förum út með Play og það kostaði hópinn fram og til baka 400 þúsund krónur en að koma þessum hóp heim kostar 923 þúsund. Svo náttúrulega bætist ofan á þetta þrír dagar auka í hótel, við vorum með bílaleigubíl og það er þarf að framlengja honum og þetta er hellings aukakostnaður og tekjutap,“ sagði Hann segist reiður út í Icelandir sem hann fullyrðir að hafi hækkað fargjöld sín og var hissa þegar fréttirnar af Play bárust í morgun. „Nú er forstjóri Play búinn að koma fram og segja að þða sé allt í góðu og maður hefur heyrt þetta áður en við einhvern veginn bjuggumst ekki við þessu á þessum tímapunkti.“
Samgöngur Play Gjaldþrot Play Icelandair Samkeppnismál Fréttir af flugi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira