Íslenski boltinn

Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Smári á hliðarlínunni.
Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta, er allt annað en sáttur með þann aðila sem sér um samfélagsmiðla Bestu deildar kvenna.

Á Instagram-síðu Bestu deildarinnar (bestadeildin) var mynd af liði 19. umferðar Bestu deildar kvenna. Þar var í Dominiqe Bond-Flasza, leikmaður Fram, í hægri bakverði en myndin sem fylgdi færslunni var ekki af Dominiqe heldur liðsfélaga hennar, Kamila Elise Pickett. Færslunni hefur nú verið eytt.

Skjáskot af liði umferðarinnar.Instagram

„Ég er með 2 leikmenn sem eru dökkir á hörund í liðinu mínu. Samt tekst bestu deildinni að rugla þeim saman. Hvað er árið aftur?“ spyr Óskar Smári á X-síðu sinni, áður Twitter, og lætur fylgja með skjáskot af liði 19. umferðar.

Fram er í með 24 stig líkt og Þór/KA í neðra umspili Bestu deildar kvenna þegar tvær umferðir eru eftir. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt fyrir næstu leiktíð á meðan Tindastóll og FHL eru fallin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×