Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. september 2025 17:08 Flugfélagið Play hætti allri starfsemi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. „Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
„Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira