Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 12:05 Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, er föst í Sitges ásamt tæplega áttatíu öðrum í árshátíðarferð. Vísir/Bjarni/Vilhelm Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“ Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30