„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 19:49 „Lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum,“ segir Baldvin Már, lögmaður brasilískrs ferðamanns sem var vísað frá landi af „fremur furðulegum ástæðum.“ Samsett mynd Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi. Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi.
Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira