Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2025 14:03 Lögreglunámið nýtur mikilla vinsælda í skólanum en nú eru um 200 nemendur í náminu. Aðsend Það verður mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í næstu viku, því þar fer fram stór lögregluráðstefna þar sem þemað er „Spennulækkun“. Í dag stunda um tvö hundruð nemendur lögreglunám við skólann, sem er mesti fjöldi. „Löggæsla og samfélagið“ er heiti ráðstefnunnar, sem haldin verður miðvikudaginn 1. október og fimmtudaginn 2. október. Það er Rannsóknasetur í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri sem stendur að ráðstefnunni. Þetta er áttunda ráðstefnan á jafn mörgum árum að hausti hjá skólanum undir merkjum „Löggæsla og samfélagið“, en allar hafa þær haft mismunandi áherslur. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri veit allt um ráðstefnuna. „Þar koma saman sérfræðingar á sviði lögreglufræða en einnig sérfræðingar sem starfa innan réttarvörslukerfisins og í öðrum stofnunum sem tengjast störfum lögreglunnar í víðara samhengi,” segir Eyrún. Eyrún Eyþórsdóttir, sem er lektor við Háskólann á Akureyri, sem hefur heilmikið við lögreglunámið að gera í skólanum.Aðsend Nokkrir erlendir sérfræðingar verða einnig frummælendur og taka þar með þátt í ráðstefnunni. „Já, þetta er alþjóðleg ráðstefna. Hún hefur vakið athygli bæði í Evrópu og á Norðurlöndum fyrir hversu góð hún er, og við erum með í bland erlenda og íslenska fyrirlesara,” segir Eyrún og bætir við. „Þema ráðstefnunnar er „Spennulækkun“ en það er í raun aðferð sem er gríðarlega mikilvæg fyrir lögreglumenn, þar sem þeir þurfa oft að mæta aðstæðum sem eru spennuþrungnar. Í stað þess að beita þegar í stað valdi, vopnum eða piparúða, er hægt að nota fjölbreyttar aðferðir sem byggja á samskiptatækni, líkamsbeitingu og öðrum úrræðum sem geta skapað aukna ró í aðstæðum”. Nú eru um 200 nemendur skráðir í lögreglufræðinám við skólann, sem er stærsti hópur hingað til í lögreglunáminu. Ráðstefnan „Löggæsla og samfélagið“ verður haldin miðvikudaginn 1. október og fimmtudaginn 2. október í Háskólanum á Akureyri.Aðsend Allt um ráðstefnuna Akureyri Lögreglan Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
„Löggæsla og samfélagið“ er heiti ráðstefnunnar, sem haldin verður miðvikudaginn 1. október og fimmtudaginn 2. október. Það er Rannsóknasetur í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri sem stendur að ráðstefnunni. Þetta er áttunda ráðstefnan á jafn mörgum árum að hausti hjá skólanum undir merkjum „Löggæsla og samfélagið“, en allar hafa þær haft mismunandi áherslur. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri veit allt um ráðstefnuna. „Þar koma saman sérfræðingar á sviði lögreglufræða en einnig sérfræðingar sem starfa innan réttarvörslukerfisins og í öðrum stofnunum sem tengjast störfum lögreglunnar í víðara samhengi,” segir Eyrún. Eyrún Eyþórsdóttir, sem er lektor við Háskólann á Akureyri, sem hefur heilmikið við lögreglunámið að gera í skólanum.Aðsend Nokkrir erlendir sérfræðingar verða einnig frummælendur og taka þar með þátt í ráðstefnunni. „Já, þetta er alþjóðleg ráðstefna. Hún hefur vakið athygli bæði í Evrópu og á Norðurlöndum fyrir hversu góð hún er, og við erum með í bland erlenda og íslenska fyrirlesara,” segir Eyrún og bætir við. „Þema ráðstefnunnar er „Spennulækkun“ en það er í raun aðferð sem er gríðarlega mikilvæg fyrir lögreglumenn, þar sem þeir þurfa oft að mæta aðstæðum sem eru spennuþrungnar. Í stað þess að beita þegar í stað valdi, vopnum eða piparúða, er hægt að nota fjölbreyttar aðferðir sem byggja á samskiptatækni, líkamsbeitingu og öðrum úrræðum sem geta skapað aukna ró í aðstæðum”. Nú eru um 200 nemendur skráðir í lögreglufræðinám við skólann, sem er stærsti hópur hingað til í lögreglunáminu. Ráðstefnan „Löggæsla og samfélagið“ verður haldin miðvikudaginn 1. október og fimmtudaginn 2. október í Háskólanum á Akureyri.Aðsend Allt um ráðstefnuna
Akureyri Lögreglan Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira