Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 12:16 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/ívar Afbrotafræðingur segir þunga dóma í Gufunesmálinu ekki koma á óvart og að mennirnir muni líklegast afplána í fjögur til fimm ár á Litla hrauni. Svo virðist sem að dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast nýlega en erfitt að segja hvort það sé vegna aukinnar umræðu um ofbeldi og vopnaburð meðal ungmenna. Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi í gær fyrir sinn hlut í Gufunesmálinu svokallaða. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Þeir voru dæmdir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, manni á sjötugsaldri, að bana eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans þann tíunda mars í Þorlákshöfn. Dómur Matthíasar komi mest á óvart Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir þunga dóma ekki koma á óvart. Hún tekur fram að dómur Matthíasar sem er nítján ára sé að sumu leyti óvenjulegur. „Það er einna helst dómurinn yfir yngsta sakborningnum. Honum Matthíasi. Því hann er mjög ungur. Maður hefði kannski átt von á því að hans aldur væri meiri mildandi þáttur í dóminum.“ Hún segir þó nokkur fordæmi fyrir því að ungir sakborningar fái mildari dóm. Sem dæmi hlaut nítján ára maður tíu ára dóm í héraði fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Hinir tveir mennirnir í málinu sem voru átján ára fengu tveggja ára dóm. Dómurinn yfir þeim nítján ára var að lokum þyngdur í tólf ár fyrir Landsrétti og dómur yfir þeim átján ára þyngdur í fjögur ár. Erfitt sé að segja til um hvort dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast í ljósu umræðu síðustu ára vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis meðal barna og ungs fólks. „Það má vera að það tengist almennum breytingum í samfélaginu, allavega fréttum af vopnaburði ungs fólks. Ég veit ekki hvort það sé tenging þarna á milli satt best að segja. En það virðist vera að þegar þessi ungu sakborningar eru skoðaðir sérstaklega að þá sé mynstur í þá áttina að þeir séu að fá þyngri dóma.“ Um tíu ár fram að reynslulausn, mögulega fimm fyrir Matthías Þó nokkrir þungir dómar hafa fallið undanfarið en að mati Margrétar er það ekki nýleg þróun að dómar séu að þyngjast. „Þessi tilfinning er til staðar. Ef við erum að tala um að dómar séu að þyngjast þá er það ekkert að gerast eitthvað sérstaklega núna en kannski síðustu tíu ár.“ Margrét telur allar líkur á að málið fari fyrir æðra dómstig en finnst ólíklegt að dómar mildist þar. En varðandi afplánun þessa dóma. Er líklegt að þeir sitji öll þessi sautján ár í fangelsi? „Það situr náttúrulega enginn á Íslandi allan dóminn í fangelsi. Það fá allir reynslulausn á Íslandi. Þannig er það. Fyrir svona alvarlegt brot hefur venjan verið að þeir sitji inni í tvo þriðju hluta af þessum árum en ekki endilega inn á Litla Hrauni. Þeir séu þá frelsissviptir og eftir það kemur þá reynslulausn sem er auðvitað eins konar frelsissvipting en ekki í svona lokuðu úrræði.“ Það reiknast þá sem rúmlega ellefu ár fyrir Stefán og Lúkas og rúmlega níu ár fyrir Matthías fram að reynslulausn. Þess má þó geta að Matthías getur sótt um reynslulausn eftir þriðjung refsitímans og gæti hann því hlotið reynslulausn innan fimm ára. „Nú er ég að segja svona byggt á því sem maður hefur séð. Kannski fjögur til fimm ár á litla Hrauni og svo í opnu fangelsi og svo kemur vernd og öklaband í kjölfarið svo þetta er svona tröppugangur.“ „Ef ekki verri, líklegri niðurstaða“ Margrét ítrekar þó að það sé góð og gild ástæða fyrir því að refsikerfið sé byggt upp með þessum hætti. „Menn þurfa að taka út refsingu en það þarf líka að vera einhvers konar endurhæfing í gangi á meðan á refsingu stendur. Að menn komi út úr fangelsi betraðir og sem endurhæfðir menn. Svo þeir haldi ekki áfram að brjóta af sér eftir að afplánun líkur. Í því samhengi er þessi tröppugangur skynsamur. Afplánun mun ljúka og það er skynsamlegri kostur að það sé tröppugangur svo menn séu ekki lokaðir inni á Litla Hrauni í sautján ár.“ Koma þeir þá bara alveg eins út ef þeir eru lokaðir inni í sautján ár? „Ef ekki verri. Það er samkvæmt rannsóknum. Þá er, ef ekki verri, líklegri niðurstaða.“ Manndráp í Gufunesi Fangelsismál Ölfus Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi í gær fyrir sinn hlut í Gufunesmálinu svokallaða. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Þeir voru dæmdir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, manni á sjötugsaldri, að bana eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans þann tíunda mars í Þorlákshöfn. Dómur Matthíasar komi mest á óvart Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir þunga dóma ekki koma á óvart. Hún tekur fram að dómur Matthíasar sem er nítján ára sé að sumu leyti óvenjulegur. „Það er einna helst dómurinn yfir yngsta sakborningnum. Honum Matthíasi. Því hann er mjög ungur. Maður hefði kannski átt von á því að hans aldur væri meiri mildandi þáttur í dóminum.“ Hún segir þó nokkur fordæmi fyrir því að ungir sakborningar fái mildari dóm. Sem dæmi hlaut nítján ára maður tíu ára dóm í héraði fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Hinir tveir mennirnir í málinu sem voru átján ára fengu tveggja ára dóm. Dómurinn yfir þeim nítján ára var að lokum þyngdur í tólf ár fyrir Landsrétti og dómur yfir þeim átján ára þyngdur í fjögur ár. Erfitt sé að segja til um hvort dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast í ljósu umræðu síðustu ára vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis meðal barna og ungs fólks. „Það má vera að það tengist almennum breytingum í samfélaginu, allavega fréttum af vopnaburði ungs fólks. Ég veit ekki hvort það sé tenging þarna á milli satt best að segja. En það virðist vera að þegar þessi ungu sakborningar eru skoðaðir sérstaklega að þá sé mynstur í þá áttina að þeir séu að fá þyngri dóma.“ Um tíu ár fram að reynslulausn, mögulega fimm fyrir Matthías Þó nokkrir þungir dómar hafa fallið undanfarið en að mati Margrétar er það ekki nýleg þróun að dómar séu að þyngjast. „Þessi tilfinning er til staðar. Ef við erum að tala um að dómar séu að þyngjast þá er það ekkert að gerast eitthvað sérstaklega núna en kannski síðustu tíu ár.“ Margrét telur allar líkur á að málið fari fyrir æðra dómstig en finnst ólíklegt að dómar mildist þar. En varðandi afplánun þessa dóma. Er líklegt að þeir sitji öll þessi sautján ár í fangelsi? „Það situr náttúrulega enginn á Íslandi allan dóminn í fangelsi. Það fá allir reynslulausn á Íslandi. Þannig er það. Fyrir svona alvarlegt brot hefur venjan verið að þeir sitji inni í tvo þriðju hluta af þessum árum en ekki endilega inn á Litla Hrauni. Þeir séu þá frelsissviptir og eftir það kemur þá reynslulausn sem er auðvitað eins konar frelsissvipting en ekki í svona lokuðu úrræði.“ Það reiknast þá sem rúmlega ellefu ár fyrir Stefán og Lúkas og rúmlega níu ár fyrir Matthías fram að reynslulausn. Þess má þó geta að Matthías getur sótt um reynslulausn eftir þriðjung refsitímans og gæti hann því hlotið reynslulausn innan fimm ára. „Nú er ég að segja svona byggt á því sem maður hefur séð. Kannski fjögur til fimm ár á litla Hrauni og svo í opnu fangelsi og svo kemur vernd og öklaband í kjölfarið svo þetta er svona tröppugangur.“ „Ef ekki verri, líklegri niðurstaða“ Margrét ítrekar þó að það sé góð og gild ástæða fyrir því að refsikerfið sé byggt upp með þessum hætti. „Menn þurfa að taka út refsingu en það þarf líka að vera einhvers konar endurhæfing í gangi á meðan á refsingu stendur. Að menn komi út úr fangelsi betraðir og sem endurhæfðir menn. Svo þeir haldi ekki áfram að brjóta af sér eftir að afplánun líkur. Í því samhengi er þessi tröppugangur skynsamur. Afplánun mun ljúka og það er skynsamlegri kostur að það sé tröppugangur svo menn séu ekki lokaðir inni á Litla Hrauni í sautján ár.“ Koma þeir þá bara alveg eins út ef þeir eru lokaðir inni í sautján ár? „Ef ekki verri. Það er samkvæmt rannsóknum. Þá er, ef ekki verri, líklegri niðurstaða.“
Manndráp í Gufunesi Fangelsismál Ölfus Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira