Viðskipti innlent

Upp­sagnir hjá Fjársýslunni

Árni Sæberg skrifar
Fjársýsla ríkisins er til húsa að Katrínartúni 6.
Fjársýsla ríkisins er til húsa að Katrínartúni 6. Vísir/Arnar

Sex starfsmönnum Fjársýslu ríkisins var sagt upp störfum í dag.

Þetta staðfestir Ingþór Karl Eiríksson fjársýslustjóri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar til komnar vegna aðhaldskrafna í rekstri, sem koma fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppsagnirnar nái til allra deilda stofnunarinnar, þar sem 104 starfsmenn hafi starfað fyrir uppsagnir.

Þá séu fleiri aðhaldsaðgerðir til skoðunar, til að mynda að ráða ekki í stöður þeirra sem láta af störfum af öðrum ástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×