Austurstræti orðið að göngugötu Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 12:19 Þessa götu mega aðeins útvaldir aka héðan í frá. Vísir/Vilhelm Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim. Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að breytingin sé í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, sem samþykkt hafi verið árið 2020. Búið sé að merkja svæðið með göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu. Breytingin hafi verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í sumar og auglýst í Stjórnartíðindum, búið sé að leita samþykkis lögreglu og breytingin taki nú gildi þar sem umferðarmerkin eru komin upp. Frekari breytingar í farvatninu Þá segir að til standi að fara í frekari breytingar á svæðinu. Forhönnun á göngugötu Austurstrætis sé lokið og sömuleiðis á Lækjartorgi og hönnunin verið kynnt. Reykjavíkurborg bíði eftir að komast í verkhönnun og framkvæmd á svæðinu. Verkefnið sé í bið á meðan Veitur vinna ofanflóðamat á Kvosinni, sem geti haft nokkur áhrif á hönnun þessara svæða. Markmið breytinganna sé að stuðla að bættu aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda, hreyfihamlaðra og þjónustuaðila ásamt því að auðga mannlíf og vöxt miðborgarinnar. Samkvæmt reglulegri könnun Maskínu fyrir Reykjavíkurborg sé mikill meirihluti borgarbúa jákvæður í garð göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Jákvæðni hafi aukist gagnvart göngugötum og neikvæðum fækkað á síðustu árum og sömuleiðis hafi þeim fjölgað sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Samkvæmt umferðarskipulag Kvosarinnar verði kjarni Kvosarinnar að göngugötusvæði en aðliggjandi götur verði vistgötur. Utan með svæðinu verði hefðbundnar umferðargötur. Á vistgötum og á jaðri göngugötusvæðisins sé gert ráð fyrir stæðum fyrir vöruafgreiðslu en innan göngugötusvæðisins verði vöruafgreiðsla bundin við ákveðinn tíma dagsins. Undantekningar Loks segir að undanþegin banni við akstri á göngugötum, umfram þau sem tiltekin eru í umferðarlögum eins og handhafar stæðiskorta hreyfihamlaðra, verði vörulosun á milli klukkan 07 og 11 á virkum dögum og á milli klukkan 08 og 11 á laugardögum og sunnudögum. Þá hafi viðbragðsaðilar eins og lögregla, sjúkraflutningar og slökkvilið óskertan aðgang að göngugötusvæðum borgarinnar. Vistgata sé gata þar sem gangandi vegfarendur eru í forgrunni. Vélknúnum ökutækjum sé heimilt að aka á að hámarki 15 klukkustunda hraða á klukkustund og beri að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
Reykjavík Borgarstjórn Umferð Skipulag Göngugötur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira