Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal

Eberechi Eze skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í kvöld eftir aðeins átta mínútna leik. 
Eberechi Eze skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í kvöld eftir aðeins átta mínútna leik.  Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Arsenal sótti 2-0 sigur á útivelli gegn C-deildarliði Port Vale í þriðju umferð enska deildabikarsins.

Skytturnar byrjuðu sterkt og tóku forystuna eftir aðeins átta mínútur. Eberechi Eze var þar á ferð með sitt fyrsta mark fyrir félagið, eftir stoðsendingu Myles Lewis-Skelly.

Eins ánægður og Eze var með markið þá var hann eflaust svekktur með sjálfan sig fyrir að hafa ekki skorað aftur, úr algjöru dauðafæri undir lok fyrri hálfleiks.

Arsenal fékk fleiri tækifæri til að tvöfalda forystuna en tókst það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins, þegar heimamenn hentu öllu sem þeir áttu í sóknina og opnuðu sig varnarlega.

Varamaðurinn Leandro Trossard skoraði eftir frábæra þversendingu yfir og inn fyrir vörnina frá William Saliba.

Þrír aðrir leikir fóru fram í þriðju umferð deildabikarsins í kvöld. Lesa má um þau úrslit hér fyrir neðan. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira