Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 13:15 Lögreglan kom sandpokum fyrir á seinni sprengjunni. EPA/Terje Pedersen Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23