Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 11:50 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Lýður Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Annað rit fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands á árinu var kynnt í húsakynnum bankans í dag. Þar kom meðal annars fram að staðan hér á landi væri þokkaleg, en að alþjóðleg pólitísk óvissa hefði aukist, sem valdi áhyggjum. Meira en 900 milljarða forði „Við erum á milli tveggja mynta, evrunnar og dollarans, allir atburðir sem gerast öðru hvoru megin hafa áhrif á okkur. Við höfum verið með gjaldeyrisforða, og höfum verið að safna í hann. Við höfum verið að kaupa reglulega gjaldeyri til þess að stækka forðann, til þess að vera viðbúin,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að lokinni kynningu nefndarinnar. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst, og hafði þá stækkað um 30 milljarða frá áramótum. Þar að auki sé eiginfjárkröfum á banka haldið háum, auk þess sem reynt sé að takmarka áhættu með erlendum lánum. Stefnir í jafnvægi Á fundinum kom fram að dregið hefði úr hækkun húsnæðisverðs, og spenna á húsnæðismarkaði minnkað. Kemur eitthvað til greina að slaka á einhverjum stjórntækjum? „Það er eitthvað sem fjármálastöðugleikanefnd verður að ræða. Lánþegaskilyrðin, nefndin setur þau. Ég held að nefndina verði bara að taka stöðuna á hverjum tíma.“ Nefndin hafi ekki séð ástæðu til að breyta lánþegaskilyrðum, en hún hittist næst í nóvember eða desember. „Þar gæti verið fjallað um það. Hlutir eins og það að lækka kvaðir á fyrstu kaupendur, sem dæmi.“ Velta á markaði sé þokkaleg og eignum á sölu fari fjölgandi, sem markist meðal annars af innkomu nýbyggðra íbúða. „Einhver kynni að segja að markaðurinn væri að komast í jafnvægi. Ég minni á það líka að verðbólga án húsnæðis er nokkurn veginn á markmiði Seðlabankans, 2,5 prósent. Verðbólga með fasteignamarkaðnum, er yfir markmiði,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Annað rit fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands á árinu var kynnt í húsakynnum bankans í dag. Þar kom meðal annars fram að staðan hér á landi væri þokkaleg, en að alþjóðleg pólitísk óvissa hefði aukist, sem valdi áhyggjum. Meira en 900 milljarða forði „Við erum á milli tveggja mynta, evrunnar og dollarans, allir atburðir sem gerast öðru hvoru megin hafa áhrif á okkur. Við höfum verið með gjaldeyrisforða, og höfum verið að safna í hann. Við höfum verið að kaupa reglulega gjaldeyri til þess að stækka forðann, til þess að vera viðbúin,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að lokinni kynningu nefndarinnar. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst, og hafði þá stækkað um 30 milljarða frá áramótum. Þar að auki sé eiginfjárkröfum á banka haldið háum, auk þess sem reynt sé að takmarka áhættu með erlendum lánum. Stefnir í jafnvægi Á fundinum kom fram að dregið hefði úr hækkun húsnæðisverðs, og spenna á húsnæðismarkaði minnkað. Kemur eitthvað til greina að slaka á einhverjum stjórntækjum? „Það er eitthvað sem fjármálastöðugleikanefnd verður að ræða. Lánþegaskilyrðin, nefndin setur þau. Ég held að nefndina verði bara að taka stöðuna á hverjum tíma.“ Nefndin hafi ekki séð ástæðu til að breyta lánþegaskilyrðum, en hún hittist næst í nóvember eða desember. „Þar gæti verið fjallað um það. Hlutir eins og það að lækka kvaðir á fyrstu kaupendur, sem dæmi.“ Velta á markaði sé þokkaleg og eignum á sölu fari fjölgandi, sem markist meðal annars af innkomu nýbyggðra íbúða. „Einhver kynni að segja að markaðurinn væri að komast í jafnvægi. Ég minni á það líka að verðbólga án húsnæðis er nokkurn veginn á markmiði Seðlabankans, 2,5 prósent. Verðbólga með fasteignamarkaðnum, er yfir markmiði,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32