Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 13:52 Málmstangirnar hafa verið einhvern vegin svona nema svartar. Getty 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira