Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 13:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í pontu í New York í gær. UN Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum þegar hún ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Hún ávarpaði þingið á sérstökum viðburði í tilefni þess að þrjátíu ár eru nú frá sögulegri kvennaráðstefnu í Peking í Kína. Þetta var fyrsta ræða Kristrúnar í sal allsherjarþingsins. Í ræðu sinni fagnaði forsætisráðherra þeim árangri sem hafi náðst í jafnréttismálum á heimsvísu síðustu áratugi. Kristrún benti sömuleiðis á að enn sé víða langt í land á ýmsum sviðum. „Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að berjast fyrir jafnrétti og breyta gömlum viðmiðum, þvert á samfélög,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Á vef stjórnarráðsins segir að Kristrún hafi einnig beint sjónum sínum sérstaklega að jafnréttismálum á Íslandi og undirstrikað mikilvægi þess að eiga sterkar fyrirmyndir. Árangur Íslands í jafnréttismálum væri fyrst og fremst að þakka öllum konunum sem ruddu brautina. „Þegar ég var að alast upp var forseti Íslands kona. Og ég gerði bara ráð fyrir því að forsetar væru almennt kvenkyns. Ég þekkti ekkert annað. Fyrirmyndir skipta máli,“ sagði Kristrún, og vísaði þar til Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörin forseti. Kristrún benti jafnframt á hvernig hröð framganga kvenna í íslenskum stjórnmálum hafi tryggt mikilvæg réttindi, eins og til dæmis fæðingarorlof fyrir báða foreldra og almenna leikskólavist fyrir börn. „Stærsti sigurinn er þó eflaust sá að kyn er varla lengur skilgreinandi þáttur í lífi og starfi á Íslandi. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sinni sínum skyldum af hæfniog heilindum. Ég leiði samsteypustjórn þriggja flokka, sem öllum er stýrt af konum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar er kona. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru konur. Og þó að þetta sé sögulegt kippum við Íslendingar okkur varla upp við það,“ sagði Kristrún. „En Ísland er ekki fullkomið. Kynbundið ofbeldi er mikið áhyggjuefni. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun.“ Allsherjarþing SÞ í New York er nú haldið í áttugasta sinn, en forsætisraðherra sækir þingið ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún og Þorgerður Katrín funduðu í gær með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra SÞ og í dag munu þær sitja setningarathöfn allsherjarþingsins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í ræðu sinni fagnaði forsætisráðherra þeim árangri sem hafi náðst í jafnréttismálum á heimsvísu síðustu áratugi. Kristrún benti sömuleiðis á að enn sé víða langt í land á ýmsum sviðum. „Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að berjast fyrir jafnrétti og breyta gömlum viðmiðum, þvert á samfélög,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Á vef stjórnarráðsins segir að Kristrún hafi einnig beint sjónum sínum sérstaklega að jafnréttismálum á Íslandi og undirstrikað mikilvægi þess að eiga sterkar fyrirmyndir. Árangur Íslands í jafnréttismálum væri fyrst og fremst að þakka öllum konunum sem ruddu brautina. „Þegar ég var að alast upp var forseti Íslands kona. Og ég gerði bara ráð fyrir því að forsetar væru almennt kvenkyns. Ég þekkti ekkert annað. Fyrirmyndir skipta máli,“ sagði Kristrún, og vísaði þar til Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörin forseti. Kristrún benti jafnframt á hvernig hröð framganga kvenna í íslenskum stjórnmálum hafi tryggt mikilvæg réttindi, eins og til dæmis fæðingarorlof fyrir báða foreldra og almenna leikskólavist fyrir börn. „Stærsti sigurinn er þó eflaust sá að kyn er varla lengur skilgreinandi þáttur í lífi og starfi á Íslandi. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sinni sínum skyldum af hæfniog heilindum. Ég leiði samsteypustjórn þriggja flokka, sem öllum er stýrt af konum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar er kona. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru konur. Og þó að þetta sé sögulegt kippum við Íslendingar okkur varla upp við það,“ sagði Kristrún. „En Ísland er ekki fullkomið. Kynbundið ofbeldi er mikið áhyggjuefni. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun.“ Allsherjarþing SÞ í New York er nú haldið í áttugasta sinn, en forsætisraðherra sækir þingið ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún og Þorgerður Katrín funduðu í gær með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra SÞ og í dag munu þær sitja setningarathöfn allsherjarþingsins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira