Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 12:11 Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. Vilhelm/SÝN Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira